fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. september 2023 10:47

Björgvin Víkingsson og Sara Lind Guðbergsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Víkingsson, fyrrverandi forstjóri Ríkisskaupa, segist vera misboðið vegna umfjöllunar Eyjunnar um málaefni Ríkiskaupa og þeirra hagræðingaaðgerða sem tímabundinn forstjóri, Sara Lind Guðbergsdóttir, hefur gripið til. Segir hann að þar komi fram rangfærslur og að Sara Lind sé höfð fyrir rangri sök.

Sjá einnig: Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum

Hraður uppgangur innan stofnunarinnar

Björgvin var ráðinn forstjóri Ríkiskaupa sumarið 2020 en sérsvið hans aðfangakeðjustjórnun enda hámenntaður í faginu. Um áramótin 2021 var Sara Lind færð úr starfi sínu í fjármálaráðuneytinu og sett í tímabunda stöðu sem aðstoðarmaður Björgvins til að hjálpa honum í frumskógi opinberrar stjórnsýslu. Uppgangur Söru Lindar var hraður eftir það en um vorið var hún ráðin sem sviðstjóri yfir nýju sviði sem og staðgengill forstjóra.

Í febrúar 2023 var svo tilkynnt um að Björgvin myndi hætta sem forstjóri Ríkisskaupa og var Sara Lind ráðin sem tímabundin forstjóri til ágústloka. Starfið var þó ekki auglýst fyrir þann tíma og sumir að verið sé að tefja það ferli þar til að Sara Lind hefur náð lengri tíma í forstjórastól sem geti nýst sem rök fyrir því að hún verði að fullu skipuð í embættið síðar. Þar spili inn í sterkt tengsl Söru Lindar við Sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega í gegnum eiginmann sinn Stefán Einar Stefánsson.

Í umfjölluninni kom fram að gríðarleg starfsmannavelta hefur verið hjá Ríkiskaupum undanfarin þrjú ár en fjórum reynslumiklum starfsmönnum stofnunarinnar var sagt upp störfum þann 8. september síðastliðinn. Alls hafi 19 starfsmenn látið af störfum síðan um vorið 2021 þegar Sara Lind tók við sem staðgengill forstjóra.

Þá töluðu fyrrverandi og núverandi starfsmenn Ríkiskaupa um meinta ógnarstjórnun Söru Lindar sem „hefði lamandi áhrif á getu starfsmanna til að sinna verkum sínum.“ Dýrmætri reynslu hefði verið kastað á dyr og að Sara Lind hefði sjálf tekið til sín öll völd þegar kemur að rekstri og opinberum innkaupum á vegum Ríkiskaupa.

Bar hvorki ábyrgð á starfsmannaveltu né rekstri

Björgvin skrifaði færslu á Linkedin-síðu sína þar sem hann heldur því fram, eins og áður segir, að rangfærslur séu í greininni og að það sem sé rétt séu hlutir sem Sara bar ekki ábyrgð á.
„Í fyrsta lagi til að fyrirbyggja misskilning var Sara Lind ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa, og í öðru lagi ekki heldur rekstrinum. Ég var með þessa ábyrgð og veit ekki betur en að það hafi verið algjörlega meðvituð og stefnumótuð aðgerð að breyta Ríkiskaupum til hins betra,” skrifar Björgvin.

Hann telji því skrýtið að lesa um meinta ógnarstjórnun Söru Lindar á sama tíma og hann segir hana hafa verið tilnefnda til stjórnendaverðlauna, stofnunin hafi skorað hátt í ánægjumælingum og verið þar „Hástökkvari ársins“ og „Bylting í stjórnun“.
„Sjálfur er ég mjög meðvitaður um þá miklu starfsmannaveltu sem var á meðan umbreytingunum stóð. Við lögðum okkur fram við að lágmarka þetta brottfall, en augljóslegt er að það eru ekki allir tilbúnir í slíka vegerð, sérstaklega þegar miklu/öllu skal breyta,” skrifar Björgvin.

Færsla Björgvins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni