fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Eyjan

Birgitta ráðin rekstrarstjóri notendalausna Origo

Eyjan
Miðvikudaginn 20. september 2023 13:50

Birgitta Bjarnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við Notendalausnir Origo, þar sem hún mun starfa sem rekstrarstjóri (COO). Hún mun taka þátt í stefnumótun, stýra umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum.

Birgitta er með MBM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, MicroMaster gráðu í Supply Chain Management (Stjórnun aðfangakeðjunnar) frá MIT í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Birgitta hefur starfað á heildsölumarkaði í yfir 20 ár en síðustu sjö árin hefur hún gegnt stöðu rekstrarstjóra hjá Danól og Ölgerðinni ásamt því að sitja í stjórn Danól árin 2021-2022. Hún hefur umfangsmikla færni og reynslu af viðskiptum, birgðastýringu og stjórnun.

Ég er mjög ánægður að fá Birgittu í teymi lykilstjórnenda Notendalausna. Hún býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á alhliða fyrirtækjarekstri og hefur gott auga fyrir ferlum, kerfisrekstri og umbótum. Birgitta er bæði vandvirk og getur kafað djúpt ofan í hlutina en að sama skapi fljót að koma sér inn í málin og afkastamikil. Við eigum að ávallt að leitast eftir því að gera betur á morgun en í dag og þar mun reynsla og styrkleikar Birgittu nýtast okkur vel,“ segir Jón Mikael Jónasson, Framkvæmdastjóri Notendalausna Origo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“