fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Treystir ekki krónunni þótt hún sé heilbrigð núna

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 2. september 2023 10:30

Björn Berg Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi og fyrrverandi yfirmaður greiningar- og fræðslumála Íslandsbanka, segir að þótt krónan sé um þessar mundir heilbrigð og hraust sé ekki hægt að treysta því að svo verði alltaf.

Björn Berg er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Björn Berg - Gjaldmiðillinn
play-sharp-fill

Markaðurinn - Björn Berg - Gjaldmiðillinn

Björn segist telja það mjög heilbrigt fyrir okkur að velta stanslaust fyrir okkur þeim möguleika að taka upp annan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika hér á landi vegna gallanna á krónunni.

Kaupmátturinn hefur aukist alveg gríðarlega hér á landi og við höfum það mjög gott, betra en flestar aðrar þjóðir en Björn segir mikilvægt að velta fyrir sér hvort það sé beinlínis vegna krónunnar.

Stóra spurningin eigi að vera hvort krónan sé forsenda velmegunar hér.

„Við verðum að passa okkur að tengja þetta við rétta hluti,“ segir Björn og bætir við að hann sé ekki vissum að það að við séum sérstök sem eyja sem byggir eingöngu á útflutningi þýði endilega að við þurfum að vera með okkar eigin mynt. „Ég er alls ekkert sammála því. ég hef ekkert á móti krónunni ef við högum okkur þannig í sambandi við hana og sníðum þannig leikreglur í kringum hana að hún verði stöðug.“

Hann viðurkennir að okkur hafi ekki gengið vel með það í gegnum tíðina en segir núna hafa verið nokkuð langt tímabil þar sem krónan hafi frekar hjálpað okkur en hitt. Núna sé hún mjög heilbrigð og hraust og sé að hjálpa okkur. „En ég treysti því ekki að það verði alltaf þannig,“ segir Björn.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Hide picture