fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Jakob Frímann: Áttræðir Ameríkanar í göngugrindum höfuðkúpubrjóta sig á fjölförnustu ferðamannastöðunum hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. september 2023 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins segir helstu ferðamannastaði hér á landi vera slysagildrur þar sem aldraðir ferðamenn, gjarnan áttræðir Ameríkanar í göngugrindum, detti og fótbrotni eða höfuðkúpubrotni vegna þess að aðstaðan þar beri ekki álagið sem nú er orðið vegna fjölda ferðamanna. Jakob er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Jakob Frímann Magnússon - Skemmtiferðaskip.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jakob Frímann Magnússon - Skemmtiferðaskip.mp4

Skemmtiferðaskipin hafa ekki verið reiknuð með í þeim fjölda ferðamanna sem hingað eru að koma á hverju ári en ég var rétt í þessu að koma úr miðbænum í Reykjavík og þar er ekki þverfótað fyrir skemmtiskiptafarþegum,“ segir Jakob. „Þeir vilja líka komast að Gullfossi og Geysi og hinum og þessum áfangastöðum,“ segir hann.

Jakob segir skemmtiferðaskipafarþegana í vaxandi mæli vera eldra fólk. „Að fara í skemmtiferðaskipasiglingu í dag er miklu ódýrara en það var. Kojurnar eru miklu ódýrari en rekstraraðilar skipanna ná inn fé á móti með því að selja ferðir hingað og þangað þar sem skipin koma að landi. Sumsé, áttræðir Ameríkanar í göngugrindum koma hér í massavís, detta, höfuðkúpubrotna, fótbrjóta sig, og allt sem hefði átt að vera búið að að laga er enn þá ólagað,“ segir Jakob.

Hann segir allt hér á Íslandi hafa miðast við 100-200 þúsund ferðamenn, að Íslendingum meðtöldum, sem hér voru að ferðast um landið áður. „Núna eru þetta orðnar 2,2 milljónir ferðamanna og álagið er orðið miklu meira en var. Þrengslin eru miklu meiri og erfiðara að fóta sig og átta sig. Ég segi að enginn hafi ímyndað sér það t.d. árið 2010 að slíkur vöxtur yrði í einni tiltekinni atvinnugrein á Íslandi og sá sem raungerst hefur í ferðaþjónustunni.“

Jakob segir þetta mestan part vera lúxusvandamál að leysa en samt að líkindum miklu stærra og víðfeðmara en við höfðum áður gert okkur grein fyrir. „Það sem meira er, sú þensla, sökum velgengni, sem hér hefur síðan bitnað á venjulegu fólki, íbúðareigendum sem borga miklu, miklu meira núna en þeir gerðu fyrir einu eða tveimur árum síðan og leigjendum sem verða fórnarlömb þessarar þenslu og áhrifa hennar. Það þyrfti að tífalda tafarlaust innviðasjóð ferðaþjónustunnar, sem er upp á einn milljarð á ári, og taka á verstu slysagildrunum og þeim stöðum sem eru ekki öruggir, auk þess sem við þyrftum að fara í miklu hraðari tvöföldun vega og brúa og annarra öryggisþátta.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture