fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Hugrekki er hópíþrótt, segir Halla Tómasdóttir

Eyjan
Sunnudaginn 17. september 2023 08:29

Ragnheiður Aradóttir, Ester Sif Harðardóttur, Halla Tómasdóttir, Guðbjörgu Sæunni Friðriksdóttur og Dögg Hjaltalín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir ávarpaði konur á upphafsfundi starfsársins hjá LeiðtogaAuði hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu á dögun um og vekti mikla hrifningu.

„Það var frábært að hefja starfsárið hjá LeiðtogaAuði með Höllu sem er okkar kona,“ segir Svanhildur Jónsdóttir sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti og formaður LeiðtogaAuða. „Halla Tómasdóttir hefur unnið hjá stórfyrirtækjum á borð við Pepsi og M&M/Mars og er nú forstjóri B Team sem starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags. Þá tók Halla virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og er annar stofnandi Auður Captital.

 

„Halla var með öflugan innblástur í fullum sala af félagskonum FKA hjá KPMG,“ segir Ragnheiður Aradóttir eigandi og framkvæmdastjóri PROevents og PROcoaching og stjórnarkona í LeiðtogaAuði sem opnaði fundinn. „Mér heyrðist henni þykja jafn gaman að hitta okkur eins og okkur þótti að fá að verja tíma með henni. Við fengum þær Ester Sif Harðardóttur forstöðukonu reikningshalds og fjármála hja Infocapital úr FKA Framtíð og Guðbjörgu Sæunni Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Einingaverksmiðjunnar úr LeiðtogaAuðum til að stýra umræðum.

„Halla gaf nýverið út bókina Hugrekki til að hafa áhrif! Og sagði okkur frá ásamt ýmsu áhugaverðu. Halla fór með gesti á dýptina en einnig á flug til að gefa konum, leiðtogum innsýn á hvernig við getum nýtt hugrekki og óbeislaða orku til að leysa úr læðingi krafta til góðra verka í atvinnulífinu. Þetta var þvílík veisla þar sem við fengum tækifæri til þess að eiga við hana gott spjall um það hvernig við allar getum haft áhrif og hreyft við hlutum,“ segir Svanhildur. „Halla er leiðtogi sem eftir er tekið og stimplaði sig rækilega inn með forsetaframboði. Í framhaldi af því stóra verkefni fór hún í mikla sjálfsskoðun og velti því fyrir sér hvar hún hefði áhuga á að láta til sín taka og það hefur verið nærandi að fylgjast með henni.“

Aldrei of snemmt að gefa stúlkum þekkingu og kjark

Halla var ein af stofnendum átaksins Auður í krafti kvenna, sem varð að LeiðtogaAuði sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. „Því var frábært að fá stefnumót við Höllu,“ segir Svanhildur Jónsdóttir sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti og formaður LeiðtogaAuða. Halla stýrði AUÐI og voru um 1.500 konur sem tóku þátt í verkefninu. Þar voru sett fram fjölbreytt verkefni með mismunandi áherslur en tilgangur þeirra allra var að gefa konum og stúlkum þekkingu og kjark til að stofna fyrirtæki og þannig efla umsvif kvenna í atvinnulífinu.

Á stefnumótinu við Höllu vildi svo skemmtilega til að í salnum var kona sem hafði tekið þátt í einu af verkefnum AUÐAR, sem ung stúlka, og skrifaði hún ritgerð um að hana dreymdi um að stofna dansskóla og nú í dag rekur hún dansskóla. Þannig draga má þann lærdóm að mikilvægt sé og að það sé aldrei of snemmt að gefa stúlkum þekkingu og kjark til að huga að atvinnutækifærum.

„Hugrekki er hópíþrótt,“ sagði Halla Tómasdóttir sem fór vítt og breytt yfir sviðið með áherslu á að einstaklingar æfi hugrekki og að auðmýktin þurfi að fljóta með.

Félagskonur LeiðtogaAuða eru hluti af forystusveit íslensks viðskiptalífs sem gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu, konur sem vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs og vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur. „LeiðtogaAuður er sérstök deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageiranum og hinum opinbera. Halla,“ segir Elfa Björg Aradóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Ístak og gjaldkeri LeiðtogaAuða.

Stjórn LeiðtogaAuðar 2023-2024 er sem hér segir – í stafrófsröð:

Ása Karín Hólm eigandi og stjórnunarráðgjafi Stratagem – ritari.
Elfa Björg Aradóttir framkvæmdastjóra fjármála hjá Ístak– gjaldkeri.
Harpa Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Samgöngustofu:
Herdís Pála Pálsdóttir eigandi Páfugl ehf. / herdispala.is.
Ragnheiður Aradóttir eigandi og framkvæmdastjóri PROevents og PROcoaching.
Svanhildur Jónsdóttir sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti – formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”