fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Arnar Þór Jónsson hótar að útrýma Sjálfstæðisflokknum hætti hann ekki þjónkun við erlent vald – segir flokkinn hafa villst af leið

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 16. september 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að beita sér fyrir því að útrýma Sjálfstæðisflokknum breyti flokkurinn ekki um stefnu í málefnum Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir flokkinn þurfa að dusta rykið af þeim gildum sem hann stóð fyrir hér áður en í dag sé hann einfaldlega búinn að afvegaleiðast.

Þetta kemur fram í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling. Þátturinn hefur einungis verið birtur áskrifendum en hluti þess verður birtur á sunnudag.

Arnar hefur áhyggjur af því að flokkurinn sé í tilvistarkreppu og hafi með hægum skrefum breyst í eitthvað annað en hann var:

Sjálfstæðisflokkurinn á að standa undir nafni sem Sjálfstæðisflokkur. Það er að segja  stjórnmálahreyfing sem að ver hér það dýrmætasta, sem er frelsi okkar sem einstaklinga og sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt okkar þannig að við séum þjóð á meðal þjóða.“

Hann heldur áfram: „Við eigum ekki að skattleggja fólk í drep eins og búið er að gera, við eigum ekki að þenja ríkið út eins og búið er að gera, við eigum að draga úr þessu eftirlitsbulli. Við eigum að ráða okkar eigin för. Við eigum ekki að afsaka okkur með því að segja að við séum skuldbundin af því að gera hitt og þetta.“

Hann hefur áhyggjur af því að íslenskir stjórnmálamenn séu einfaldlega strengjabrúður alþjóðlegra afla sem að séu ekki lýðræðislega kjörin og segir: „Þetta er skrifræðisbákn sem þenur sig út með hverjum deginum sem líður, íþyngir hér íslensku atvinnulífi, er farið að skattleggja okkur í þokkabót. Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn snarhætti allri þjónkun við þetta fyrirbæri og fari þess í stað að þjóna hér íslenskum almenningi. Þetta væri það sem hann á að gera. Ef hann gerir það ekki þá skal ég, leggja mitt af mörkum til þess að útrýma Sjálfstæðisflokknum ef þess þarf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á