fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Nýr iPhone væntanlegur

Eyjan
Miðvikudaginn 13. september 2023 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnan er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því þegar Apple kynnir nýjar vörur og uppfærslur til sögunnar.

Apple hefur kynnt fjórar nýjar vörur sem fara í sölu á næstu vikum. Um er að ræða iPhone 15 línuna, Apple Watch 9, Apple Watch Ultra og AirPods Pro.

Sævar Ríkarðsson forstöðumaður verslunar og stafrænna miðla hjá Vodafone.

„Kynningin var stórkostleg eins og Apple einum er lagið og er óhætt að segja að við erum öll mjög spennt fyrir nýju vörunum. Við finnum að það er mikil eftirvænting frá viðskiptavinum og hlökkum því til að fá vörurnar í hús. Stærstu fréttirnar með nýja iPhone símann eru að símarnir munu styðja loksins USB-C sem þýðir að allir eplaunnendur geta notað einu og sömu snúruna í öll Apple tækin,“ segir Sævar Ríkarðsson forstöðumaður verslunar og stafrænna miðla hjá Vodafone

Nýi iPhone síminn mun koma í nokkrum útgáfum eins og vanalega en það mætti skipta þeim í tvo flokka, annars vegar iPhone 15 og hins vegar iPhone 15 Pro. iPhone 15 útgáfan mun vera til í tveimur útgáfum, iPhone 15 og svo iPhone 15 Plus.

 

iPhone 15 Pro mun koma út í Pro útgáfu og Pro max útgáfu en Pro týpan, sem hefur verið flaggskipslína Apple síðastliðin ár, mun koma út í „Titanium“ ramma sem gerir símann mun sterkari og léttari.

Apple kynnti jafnframt háþróaða nýja línu af Apple Watch úrum. Það helsta með nýju Apple Watch úrin er að þau eru fyrstu kolefnishlutlausu vörurnar sem Apple gefur út. Apple kynnti áhugaverða nýjung, eða svokallað tvíklikk þar sem hægt er að smella saman fingrum til þess að svara símtölum í úrinu.

Sala á iPhone 15 hefst í Bandaríkjunum 22. september næstkomandi og vænta má þess að hann verði kominn hingað til lands fljótlega eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG