fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ljósleiðarinn tífaldar nethraðann 1. október

Eyjan
Miðvikudaginn 13. september 2023 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum þeim sem geta tengst Ljósleiðaranum gefst tækifæri á að tífalda hraða sinn frá og með 1. október næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá Ljósleiðaranum segir að með þessu sé Ljósleiðarinn að horfa til þeirrar þróunar sem sé að eiga sér stað og undirbúa heimilin í landinu fyrir framtíðina. Hámarkshraði í boði um Ljósleiðarann verður frá og með 1. október 10 gígabitar en var áður 1 gígabiti og verður í boði hjá öllum fjarskiptafélögum á öllu þjónustusvæði Ljósleiðarans.

Dagný Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Ljósleiðarans:

Ljósleiðarinn leggur áherslu á að tryggja hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að tækifærum framtíðarinnar. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem bauð upp á 1 gígabita hraða og nú ætlum við að bjóða öllum þeim sem geta tengst okkar ljósleiðara upp á 10 gígabita hámarkshraða. Við höfum alltaf talað fyrir því að heimilin eigi að vera með mikla bandbreidd og að aðgangur að netinu eigi að vera hnökralaus og hraður. Það er því ákaflega ánægjulegt að geta boðið þessa þjónustu á öllu okkar þjónustusvæði frá og með næstu mánaðamótum.“

Til þess að panta TÍU GÍG hafa notendur samband við sitt fjarskiptafyrirtæki.

Nánari upplýsingar um þjónustuna má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?