fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Halda á áfram sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka – Einnig stefnt á að selja í Landsbankanum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 12. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024, sem kynnt var í morgun, er meðal annars kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra verði veittar tilteknar heimildir til að selja hlutabréf í eigu ríkisins en einnig að kaupa hlutabréf fyrir hönd ríkisins. Einnig yrði ráðherranum, samkvæmt frumvarpinu veittar heimildir til að gera ýmsar ráðstafanir vegna umsýslu félaga.

Meðal heimildanna er að selja eignarhlut ríksins í Íslandsbanka en eins og kunnugt er reyndist sala sem ráðist var í fyrr á þessu ári á hluta af hlutabréfum ríkisins í bankanum afar umdeild. Hún endaði með því að í júní síðastliðnum gerði Seðlabanki Íslands samkomulag við Íslandsbanka hf. um að ljúka með sátt máli vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum.

Eftir hina umdeildu sölu á ríkið, samkvæmt vefsíðu Bankasýslu ríkisins, 42,5 prósent eignarhlut í Íslandsbanka. Verði þetta ákvæði fjárlagafrumvarpsins samþykkt óbreytt á Alþingi verður fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja þennan hlut í heild sinni.

Í frumvarpinu er einnig kveðið á um að ráðherra verði veitt heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Landsbankanum hf. „umfram 70% hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans“. Samkvæmt vefsíðu Bankasýslu á íslenska ríkið nú 98,2 prósent hlutafjár í Landsbanakanum.

Meðal annarra heimilda til sölu hlutabréfa í eigu ríksins og ráðstafana vegna umsýslu félaga sem frumvarpið veitir fjármálaráðherra eru eftirfarandi:

Að selja eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Austurlands hf.

Að nýta samningsbundinn eða lögbundinn rétt til innlausnar eða kaupa á hlutum í fjármálafyrirtækjum sem að hluta eru í eigu ríkisins.

Að nýta samningsbundinn rétt til að breyta láni Vaðlaheiðarganga hf. í langtímalán og í hlutafé eða annan rétt til að taka við hlutafé í félaginu.

Að selja eignarhlut ríkisins í Endurvinnslunni hf.

Að ganga til samninga við eigendur Landsnets ohf. um kaup eða tilfærslu eignarhluta í félaginu til ríkissjóðs.

Að leggja Fasteignum Háskóla Íslands ehf. til fasteignir í eigu ríkissjóðs sem nýttar verða undir háskólastarfsemi, eða tengda starfsemi, með útgáfu skuldabréfs eða lánalínu.

Að heimila Háskóla Íslands að stofna sérstakt félag utan um eignarhald á rannsóknar- eða sprotafyrirtækjum sem háskólinn hefur aðkomu að.

Að heimila Vegagerðinni að slíta Herjólfi eignarhaldsfélagi ehf. og ráðstafa eignum þess til ríkisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð