fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

IS Haf fjárfestir í KAPP – Umtalsverð vaxtartækifæri fyrir íslenskt tæknifyrirtæki í sjávarútvegi

Eyjan
Þriðjudaginn 12. september 2023 17:00

Elfa Valdimarsdóttir og Freyr Friðriksson eigendur KAPP, Kristrún Auður Viðarsdóttir framkvæmdastjóri IS Haf og Brynjólfur Gísli Eyjólfsson sjóðsstjóri IS HAF og Runólfur Guðmundsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IS Haf fjárfestingar slhf. og Freyr Friðriksson, eigandi og forstjóri KAPP ehf., hafa undirritað samning um að sjóðurinn kaupi 40% hlut í KAPP og leggi félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar. KAPP hefur verið í stöðugum vexti og er fjárfestingin liður í frekari innri og ytri vaxtaráformum félagsins. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. Félagið er auk þess umboðs og þjónustuaðili erlendra framleiðenda á vörum sem tengjast starfsemi félagsins. KAPP hefur einsett sér að leiða til jákvæðra umhverfisáhrifa viðskiptavina sinna til að mynda með innleiðingu umhverfisvænna kælimiðla og lausna. Félagið tók nýlega við rekstri Raf ehf. og hefur undanfarin ár stækkað ytri vexti með yfirtökum t.a.m. á Optimar Ísland og Stáltech. Hjá félaginu starfa tæplega 50 manns.

IS Haf fjárfestingar slhf. er sjóður sem stofnaður var í febrúar 2023 og er í rekstri Íslandssjóða hf. Sjóðurinn sem er 10 milljarðar að stærð fjárfestir í haftengdri starfsemi á breiðum grunni. Fjárfestingum verður dreift meðal fimm flokka innan haftengdrar starfsemi, allt frá útgerðum og fiskeldi yfir í hátækni, innviðauppbyggingu, markaðssetningu og sjávarlíftækni. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru íslenskir lífeyrissjóðir ásamt Brim hf. og Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. sem er kjölfestufjárfestir í sjóðnum. Í krafti meðfjárfestinga hluthafa og annarra fjárfesta er áætlað að fjárfestingageta IS Haf verði á bilinu 30 til 50 milljarðar. Ráðgjafarsamningur er á milli Íslandssjóða og Útgerðarfélags Reykjavíkur sem í sameiningu vinna að öflun og greiningu fjárfestingatækifæra.

Forskot í framþróun kælibúnaðar fyrir sjávarútveginn, öflug uppbygging stofnenda KAPP og veruleg vaxtartækifæri er grundvöllur fjárfestingar IS Haf í KAPP. Sú þekking, reynsla og sérhæfing sem býr í mannauði KAPP er framúrskarandi og mun aðkoma sjóðsins styðja við metnaðarfulla vegferð í vexti félagsins í haftengdri tækni bæði innanlands sem utan,“ segir Kristrún Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga slhf.

KAPP er eitt af þeim frábæru iðnfyrirtækjum sem hafa byggst upp á þjónustu við sjávarútveg. KAPP hefur verið sporgönguaðili í nýtingu á umhverfisvænum kælimiðlum sem kemur okkur Íslendingum til góða nú í dag, að búið er að leysa tæknileg vandamál við útskiptingu eldri kælimiðla vegna umhverfissjónarmiða. Góð og öflug kæling er forsenda til að viðhalda ferskleika próteins hvort sem um er að ræða sjávarafurðir eða landbúnaðarafurðir. KAPP er því í lykilaðstöðu að gera það fyrir kælikerfi sem Marel gerði fyrir flæðilínur,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.

Það er ánægjulegt fyrir okkur eigendur og starfsfólk KAPP að sjóður eins og IS Haf sýni rekstri félagsins áhuga með þessari fjárfestingu. Það gefur til kynna að sú vegferð sem við höfum verið á í okkar rekstri hafi verið rétt og sjóðurinn trúi á hana. Vöxtur KAPP hefur verið stöðugur og góður frá stofnun félagsins. Með því að fá inn öfluga fjárfesta með sterka tengingu við sjávarútveginn styrkir það enn frekar þá vegferð sem KAPP hefur verið á undanfarin ár og gefur okkur aukinn kraft til frekari sóknar og tækifæra,“ segir Freyr Friðriksson, eigandi og forstjóri KAPP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt