fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Ríkisendurskoðun fárast yfir lélegum skilum ársreikninga en er ekki barnanna best sjálf

Ólafur Arnarson
Mánudaginn 11. september 2023 15:30

Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi skrifaði athugasemdalaust undir skrítinn ársreikning Lindarhvols sem skilað var fimm mánuðum síðar en lög kveða á um.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun segir ófremdarástand vera á skilum ársreikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022 og ástandið versni ár frá ári. Stofnunin segist líta þetta „mjög alvarlegum augum og ekki hvað síst í ljósi þess að í nýjasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, sem gefið var út í mars 2021, er sérstaklega fjallað um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og ófullnægjandi skil þeirra á ársreikningum síðustu ár.“

Í frétt á Vísi þann 8. september kemur fram að árlegur skilafrestur ársreikninga sjóða og stofnana til Ríkisendurskoðunar sé 30. júní. Aðeins 22 prósent þessara aðila hafi skilað ársreikningi innan skilafrests í ár.

Ríkisendurskoðun sjálf er hins vegar alls ekki með hreinan skjöld þegar kemur að lögbundnum skilum ársreikninga. Samkvæmt lögum átti einkahlutafélagið Lindarhvoll, sem fjármálaráðherra stofnaði 2016 til að sjá um úrvinnslu og ráðstöfun eigna upp á hundruð milljarða sem slitabú föllnu bankanna afhentu ríkinu sem stöðugleikaframlag, að skila ársreikningi til Fjársýslu ríkisins í síðasta lagi 31. mars síðastliðinn. Þeim ársreikningi var hins vegar ekki skilað fyrr en 30. ágúst, fimm mánuðum eftir lögbundinn skilafrest og innan við tveimur sólarhringum áður en Fyrirtækjaskrá hefði skellt 600 þúsund króna vanskilagjaldi á félagið.

Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, skrifaði sjálfur undir ársreikning Lindarhvols athugasemdalaust. Umfang rekstrarins var mjög lítið og getur á engan hátt skýrt hvers vegna það dróst í fimm mánuði fram yfir lögbundinn skilatíma að skila ársreikningi Lindarhvols.

Raunar var fullt tilefni til að gera athugasemdir við ársreikning Lindarhvols vegna þess að skýringar við ársreikninginn stangast á við skýrslu stjórnar sem er meðfylgjandi honum og ekki verður betur séð en að fjárframlög ríkisins til Lindarhvols séu byggð á samningi milli félagsins og fjármálaráðuneytisins sem féll úr gildi í febrúar 2018, fyrir meira en fimm og hálfu ári.

Sjá einnig: Lindarhvoll skilar ársreikningi fimm mánuðum of seint – fjárframlög ríkissjóðs virðast byggja á samningi sem fallinn er úr gildi fyrir fimm árum

Mögulega færi betur á því að Ríkisendurskoðun að líti í eigin barm og byrji á því að koma skikki á ársreikningaskil sem stofnunin ber beina ábyrgð á sjálf áður en hún fer að amast við skilum annarra. Trúverðugleiki Ríkisendurskoðunar í þessum efnum verður að teljast takmarkaður þegar stofnuninni sjálfri reynist um megn að skila jafnvel einföldustu ársreikningum innan lögbundins skilafrests og þegar reikningum er loks skilað kvittar stofnunin upp á reikninga sem engan veginn ættu að fara í gegn athugasemdalaust.

Eftir höfðinu dansa limirnir og því þarf líklega ekki koma á óvart þótt lögbundin skil ársreikninga séu í molum. Ríkisendurskoðun og fjármálaráðherra gefa línuna í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi