fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Tengslamyndun í FKA fer fram á margvíslegan hátt – líka í golfskóm

Eyjan
Sunnudaginn 10. september 2023 17:19

Golfnefnd FKA - Dagbjört Þórey Ævarsdóttir, Elsa Dóra Ísleifsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir formaður Golfnefndar 2023-2024, Katrín Garðarsdóttir Elna Christel Johansen, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og úr Golfnefnd 2022-2023 stjórnarkona FKA Helga Björg Steinþórsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FKA golfferðir og -mót slá ávallt í gegn og ferðir skipulagðar innanlands og utan eru jafnan gefandi gæðastundir. Að þessu sinni styrktu félagskonur böndin og mynduðu ný viðskipta- og vinatengsl á Golfmóti FKA sem fór fram í Leirunni Reykjanesbæ.

Golf í morgunmat, hádegismat og kvöldmat ­ mögulega líka með kaffinu

Rúmlega þrjátíu konur mættu og skemmtu sér mjög vel saman. Eftir golfið beið fordrykkur og matur auk verðlaunaafhendingar. Veitt voru verðlaun í þremur forgjafaflokkum, nándarverðlaun á öllum par 3 holum og lengsta dræv á 18. braut auk verðlauna fyrir fæst högg,“ segir Guðrún Þorsteinsdóttir stjórnarkona í Golfnefnd FKA sem bætir við að þetta hafi verið sameiginlegur viðburður golfnefndar starfsársins og golfnefndar síðasta starfsárs.“

Ólafía Þórunn, Helga, Elfa Björk, Elsa og Erla.

Veðurfar er hugarfar

Veðrið var allskonar en enginn lét það á sig fá,“ segir Guðrún en maturinn frá félagskonunni Höllu í Grindavík fer öllum árstíðum vel, allt gekk upp og rúmlega það. „Það er fjöldi fyrirtækja sem styrkti með vinningum, fordrykk og teiggjöfum og við eru ótrúlega þakklátar fyrir aðkomu þessara aðila.“

Ólafía Þórunn, Birna Hreiðarsdóttir, Helga Björg Steinþórsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.

Golfhópur opinn öllum FKA konum áhugasömum um golf?

Golfnefnd myndaði hópinn FKA golfdrottningar, sem er opinn öllum FKA konum sem eru áhugasamar um golf, þ.e. byrjendum, lengra komnum og einnig þeim sem hefur alltaf langað að byrja en eru ekki komnar af stað. „Þetta er vettvangur þar sem konur geta tengst og staður til að veita upplýsingar og þar hristum hópa saman fyrir ferðir og mót,“ segir Helga Björg Steinþórsdóttir stjórnarkona FKA og fyrrum formaður golfnefndar FKA. „Það er virkilega gaman að sjá konur byrja í golfíþróttinni og það var dásamlegt að sjá hve margar létu vaða í djúpu laugina þegar Golfnefndin byrjaði að laða að nýjar konur í sportið sem höfðu nánast ekki snert kylfu en komu með okkur til Ítalíu í golfferð,“ bætir Helga Björg við. „Það sýnir okkur að það er aldrei of seint að byrja og hvar er betra að láta vaða en í öruggum félagsskap FKA, umvafin konum tilbúnum að hjálpa og kenna. Ólafía Þórunn, hin eina sanna, er í Golfnefndinni og var með uppákomu á níundu holu á þessu móti og þið getið ímyndað ykkur hvað þetta er allt hressandi.

Stórglæsilegir vinningar í boði fyrirtækja sem styrktu með vinningum, fordrykk og teiggjöfum.

Tengslamyndum í FKA fer fram á margvíslegan hátt. Árlegar golfferðir FKA eru mjög góð leið til að efla tengslanetið og hafa ófá vináttu- og viðskiptasambönd myndast í ferðunum. „Þetta er líka metnaðarfullt mót og eitt útilokar ekki annað, þ.e. að hafa keppnisskapið með og góða skapið,“ segir Guðrún að lokum og segir stolt frá sínum konum sem mættu á pall og öllum þeim sem skráðu sig til leiks og hvetur allar FKA konur til að fylgjast vel með golfferðinni í vor sem byrjað er að skipuleggja og verða dagsetningar kynntar fljótlega.

Helga Björg fráfarandi formaður Golfnefndar FKA ávarpar hópinn.

Verðlaunin í forgjafaflokkunum voru eftirfarandi:

Þriðji forgjafaflokkur:

  1. Anna Birgitta Geirfinnsdóttir
  2. Ólöf Guðmundsdóttir
  3. Dagbjört Þórey Ævarsdóttir

Annar forgjafaflokkur:

  1. Karólína Helga Símonardóttir
  2. Þóra Valný Yngvadóttir
  3. Margrét Ingþórsdóttir

Fyrsti forgjafaflokkur:

  1. Guðrún Þorsteinsdóttir
  2. Elna Christel Johansen
  3. Sólveig Guðrún Pétursdóttir
Guðrún Þorsteinsdóttir formaður Golfnefndar FKA 2023-2024 hér til vinstri á mótinu.

Hlutverk og helstu verkefni Golfnefndarinnar er að stuðla að virku golfstarfi innan félagsins, halda árlegan golfviðburð fyrir FKA golfkonur og leggja áherslu á að fá fleiri byrjendur með í hópinn. Hlúð er að reynslumiklum golfurum innan félagsins en líka þeim sem langar að byrja í golfi en skorti grunn, þekkingu og tengslanet. „Markmiðið Golfnefndarinnar síðast var að efla félagskonur í golfinu og leggja sérstaka áherslu á að fá fleiri byrjendur með í hópinn því höfum orðið varar við að flottar konur langaði að byrja í golfi en skorti grunn, þekkingu og tengslanet. Félagskonur áttu fastan hermatíma í Golfsvítunni í Ögurhvarfi einu sinni í viku á síðasta starfsári. Við fengum Karen Sævarsdóttur til að vera með golfkennslu og var hún bæði með einstaklings- og hópkennslu fyrir félagskonur, auk þess sem hún setti upp golfskóla í Ítalíuferðinni,“ segir helga Björg stolt frá og bætir því við að þetta sé frábær leið til að bóka sig og hittast án þess þó að þurfa að mæta með vinkonu eða fylla heilt holl.

Það var heldur betur fjörefnið í Golfklúbbi Suðurnesja, golfvöllurinn í toppstandi og þjónustan til fyrirmyndar. Unnur Guðlaug Þorsteinsdóttir fremst á mynd.

Í Golfnefnd 2023-24 eru þær Dagbjört Þórey Ævarsdóttir, Elna Christel Johansen, Elsa Dóra Ísleifsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Katrín Garðarsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sigurbjörg Gunnarsdóttir.

Golfnefnd ársins þakkar Golfnefnd 2022-23 fyrir frábærlega vel unnin störf. Formaður henar var Helga Björg Steinþórsdóttir og aðrar nefndarkonur voru: Bára Einarsdóttir, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Katrín Garðarsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“