Á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar Reykjavíkur í morgun var lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. ágúst 2023, varðandi veikindaleyfi Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, forseta borgarstjórnar.
Í bréfinu kemur fram að Þórdís Lóa verði samkvæmt læknisvottorði fjarverandi frá störfum á tímabilinu 31. ágúst til 30. nóvember, eða í þrjá mánuði. Þetta kom fyrst fram á vefmiðli Eiríks Jónssonar.
Pawel Bartoszek tekur sæti Þórdísar Lóu sem aðalfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn.
Eyjan hefur heimildir fyrir því að veikindi Þórdísar Lóu séu ekki af alvarlegum toga.