fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Ole Anton Bieldtvedt skrifar: Kóranbrenna er ofstækis – ofbeldis – og hatursfull misnotkun á tjáningarfrelsi

Ólafur Arnarson
Mánudaginn 7. ágúst 2023 16:50

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frelsi til orðs og æðis, innan ramma siðmenntaðs samfélags, er fyrir mér eitt það allra dýrmætasta, sem við eigum. Málfrelsið, tjáningarfrelsið, hlýtur mest að byggja á frjálsu, opnu tali eða skrifum.

Ef menn vilja gagnrýna orð, skoðanir, kenningar eða fullyrðingar annarra, í hvaða formi sem er, töluðu eða skrifuðu, verða menn að gera það á sama hátt. Þannig met ég þetta tjáningarfrelsi. Þannig ætti það að vera.

Þegar mann taka bækur annarra, hér helgibækur, trúarrit, sem eru milljónum manna dýrmæt, heilög, og þeir byggja líf sitt og afstöðu til þess á, og sparka þau til og frá, rífa og brenna síðan, þá er það yfirkeyrð og ofstækisfull misnotkun á tjáningarfrelsinu. Barbarismi.

Við megum aldrei rugla saman siðmenntuðu tjáningarfrelsi, til orðs og skrifta, og ofbeldisfullri eyðileggingu skoðana eða kenninga annarra. Allra sízt, þegar um mikið tilfinningamál, hjartansmál milljóna, er að ræða, og viðkomandi getur kallað fram stórfellt og víðtækt ofbeldi með, ekki bara gagnvart sjálfum sér, heldur samborgurum sínum og samfélagi, í formi ofbeldisfullra viðbragða.

Leyfi til Kóranbrennu á Norðurlöndum, sýnir fyrir mér, að lýðræðið og tjáningarfrelsið, sem við metum svo mikils og er svo veigamikill grundvöllur lífsstíls okkar og lífshamingju, er á ýmsan hátt komið á yfirkeyrt stig.

Ótakmarkað frelsi, til orðs og æðis, fær ekki staðizt og má ekki vera til. Allt verður að hafa sinn siðsama, skynsamlega og menningarlega ramma, með tilliti til almannaheillar.

Þegar við förum út í bílinn okkar, er okkur frjálst að keyra þangað, sem við viljum, og þegar við viljum, en við verðum að fylgja umferðarreglunum. Halda okkur innan rétts hraða, ekki keyra á móti einstefnu, virða umferðarljósin o.s.frv. Þetta er skynsamlegt frelsi, sem miðar við sem mest frelsi í umferðinni, fyrir alla, án árekstra og án þess að menn skaði hver annan. Þetta er frelsi á grundvelli, innan ramma, almannaheillar.

Í Bandaríkjunum mun nú reyna á skilgreiningu tjáningarfrelsis þar. Eins og flestir vita, sáu og heyrðu, hvatti Donald Trump, sem hafði tapað forsetakosningunum 2020, fylgjendur sína, mannmargt lið, sem hann hafi hvatt saman í Washington DC 6. janúar 2021, til að mótmæla því sterklega, af miklu afli, að Joe Biden yrði útnefndur forseti landsins. Þessi múgæsingur, sem Trump stofnaði til og setti af stað, leiddi til þess, að fylgismennirnir, lýðurinn, stormaði að þinghúsi Bandaríkjamanna, Capitol, brutust þar inn, brutu allt og brömluðu, drápu öryggisverði og hótuðu að hengja Mike Pence, varaforseta, og misþyrma öðrum ráðamönnum.

Trump fylgdist með og aðhafðist ekkert, fyrr en seint og síðar meir. Árásin var þá að mestu afstaðin.

Nú hefur Trump verið ákærður fyrir að hafa stofnað til þessarar uppreisnar, hvatt fylgismenn sína til að reyna að hafa áhrif á forsetaval eða tilnefningu forseta landsins með lygum, órökstuddum óhróðri, yfirgangi og ofbeldi.

Trump og lögfræðingar hans verja hann og segja hann aðeins hafa nýtt sér það tjáningarfrelsi, sem bandaríska stjórnarskráin veiti honum, í þessu máli. Ofbeldið, sem leiddi af hvatningu Trumps, sé á ábyrgð þeirra, sem því beittu.

Skoðun mín er, að sá, sem hvetur til og örvar menn til ódáða, innbrots, ofbeldis, ráns eða morðs, setji af stað ferli, sem annars hefði ekki farið í gang, sé a.m.k. meðábyrgur. Á þetta mun nú reyna í Bandaríkjunum.

Þeir, sem styðja það ofbeldi, sem Kóranbrennur eru fyrir mér, munu væntanlega standa með Trump; telja hann hafa talað og hegðað sér innan ramma amerísks tjáningarfrelsis. Það væri mér þó mikil vonbrigði, ef margir hér, eða annars staðar á Norðurlöndunum/í Evrópu, eru þannig þenkjandi. Taka má annan vinkil:

Fáar þjóðir meta í dag lýðræðið og frelsið til orðs og æðis, tjáningarfrelsið, meira en Þjóðverjar. Þeir hafa þó innleitt ströng lög gegn nasistaáróðri, hatursorðræðu gegn Gyðingum, áhangendum annarra trúarbragða, eða gegn öðrum kynþáttum eða litarháttum. Það, að bera nasistamerki, sýna myndir af Hitler, eða hæla því, sem hann og nasistar gerðu, líka að gera lítið úr þeirra ódæðisverkum, helförinni, er stranglega bannað.

Að fenginni reynslu, skilja Þjóðverjar, að setja verður ramma um tjáningarfrelsið til að fyrirbyggja aðra helför. Þessi lexía Þjóðverja, sem þó bitnaði líka á öðrum þjóðum og kynþáttum, með heiftarlegum afleiðingum og þjáningu fyrir marga, ætti þó að vera öðrum víti til varnar. Yfirkeyrt, siðlaust, ofstækis- og ofbeldisfullt, hatursfullt tjáningarfrelsi, á ekki rétt á sér og stenzt aldrei.

Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni