fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Við brennum bækur

Eyjan
Laugardaginn 5. ágúst 2023 16:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sótt að tjáningarfrelsinu. Það er sótt að mannréttindum. Og allt er það gert í nafni afturhalds og kreddna, þröngsýni og yfirgangs.

Spurningin er aðeins sú hvort lýðfrjálsar þjóðir sem hafa tamið sér frjálslyndi, víðsýni og mannvirðingu svo öldum skiptir ætli að sporna við fótum.

Og standa í lappirnar.

Það er ekki sjálfgefið. Það sýna nýjustu fregnir frá Danmörku. Og þær vekja óhug, svo ekki sé meira sagt.

Stjórnvöld þar í landi láta í það skína að banna verði brennur á trúarritum á almannafæri. Sjálfur utanríkisráðherra landsins, Lars Lökke Rasmussen hefur látið að því liggja að mótmæli af því tagi þar sem menn ýmist rífa Kóraninn í sundur eða leggja eld að honum beri að taka sem svo að andmælin séu í nafni þjóðarinnar. Ef stjórnvöld umberi bókabrennurnar á annað borð beri að líta svo á að þau hafi velþóknun á þeim.

Þetta er misskilningur. Í besta falli útúrsnúningur.

Í frjálsum þjóðríkjum er einstaklingum fært að túlka skoðanir sínar á ýmsa vegu. Það geta þeir gert í ræðu og riti. Og það leyfist þeim með alls konar aðgerðum, svo sem mótmælagöngum og útifundum þar sem sjálfsagt þykir að tjá andófið með spjöldum og veifum, ellegar táknrænum gerningum þar sem þjóðfánar eru fótum troðnir, ellegar brenndir, og menningartákn af margvíslegum toga eru brotin og eyðilögð.

Þetta nefnist einu nafni tjáningarfrelsi.

Því er auðvitað takmörk sett. Eins og almennt gildir um einstaklingsfrelsið. Því fylgir sú almenna ábyrgð að ganga ekki á annars rétt.

En það er hörmulegt til þess að vita að fullvalda og frjálshuga þjóð eins og Danmörk fari núna á límingunni sakir þess að yfirvöld í afturhaldssömum bókstafstrúarríkjum fari í fýlu út af frelsinu í vestri.

En táknræn mótmæli af því tagi sem hér hafa verið nefnd eru fráleitt þess eðlis. Þau má í reynd túlka sem skoðanaskipti. Mótmælandinn er að sýna hug sinn með leikrænum tilþrifum. Hann er að lýsa sannfæringu sinni á sem áhrifaríkastan máta.

Ef áhugi er á því að banna framferði af þessu tagi – opinber mótmæli – er skorið upp herör gegn frjálsra manna samfélagi.

Bækur hafa verið brenndar um aldir. Í því ríki sem menn héldu einu sinni að lengst hefði náð í átt að frelsinu, Bandaríkjunum, er enn verið að brenna bækur Mark Twain, einmitt til að andæfa þeirri lífsafstöðu sem hann setti í letur.

Það er allt gott um það að segja. Við brennum bækur til að tjá okkur. Og segja hver við erum.

En það er hörmulegt til þess að vita að fullvalda og frjálshuga þjóð eins og Danmörk fari núna á límingunni sakir þess að yfirvöld í afturhaldssömum bókstafstrúarríkjum fari í fýlu út af frelsinu í vestri.

Valið er einfalt.

Að velja þeirra gildi. Eða verja okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
30.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennar
29.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
22.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
21.11.2024

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!