fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Origo konur tilnefndar hjá Nordic Women in Tech Awards

Eyjan
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 13:38

Sex Origo konur fengið tilnefningu á Nordic Women in Tech Awards.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo hefur hlotið tilnefningu fyrir öfluga jafnréttisstefnu og aðgerðir í jafnréttismálum á Nordic Women in Tech Awards. Auk þess hafa sex Origo konur fengið tilnefningu sem er mikill heiður fyrir fyrirtækið. Þetta eru þær Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, Hildur Björk Pálsdóttir, sérfræðingur í jafnlaunamálum, Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, leiðtogi í breytingastjórnun, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður hjá gæða og innkaupalausnum, Maria Hedman vörustjóri og Unnur Sól Ingimarsdóttir framendaforritari.

Nordic Women in Tech Awards er samstarfsverkefni norrænna samtaka sem eiga það sameiginlegt að beita sér fyrir fjölgun kvenna í tæknistörfum og fjölga kvenfyrirmyndum í tækni. Origo er styrktaraðili viðburðarins sem er haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf.

„Við erum svo lánsöm hjá Origo að undanfarin ár hefur konum fjölgað mikið og þeim fylgir þvílíkur kraftur. Það er því mjög ánægjulegt að sjá hversu margar í okkar röðum eru tilnefndar í ár. Við erum allar mjög stoltar og þakklátar að fá þessa viðurkenningu sem hvetur okkur áfram til góðra verka,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir, Framkvæmdastjóri Mannauðssviðs Origo

Sigurvegararnir verða valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum og í ár fer verðlaunaafhendingin fram á Íslandi, nánara tiltekið í Hörpu, þann 9. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi