fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Origo konur tilnefndar hjá Nordic Women in Tech Awards

Eyjan
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 13:38

Sex Origo konur fengið tilnefningu á Nordic Women in Tech Awards.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo hefur hlotið tilnefningu fyrir öfluga jafnréttisstefnu og aðgerðir í jafnréttismálum á Nordic Women in Tech Awards. Auk þess hafa sex Origo konur fengið tilnefningu sem er mikill heiður fyrir fyrirtækið. Þetta eru þær Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, Hildur Björk Pálsdóttir, sérfræðingur í jafnlaunamálum, Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, leiðtogi í breytingastjórnun, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður hjá gæða og innkaupalausnum, Maria Hedman vörustjóri og Unnur Sól Ingimarsdóttir framendaforritari.

Nordic Women in Tech Awards er samstarfsverkefni norrænna samtaka sem eiga það sameiginlegt að beita sér fyrir fjölgun kvenna í tæknistörfum og fjölga kvenfyrirmyndum í tækni. Origo er styrktaraðili viðburðarins sem er haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf.

„Við erum svo lánsöm hjá Origo að undanfarin ár hefur konum fjölgað mikið og þeim fylgir þvílíkur kraftur. Það er því mjög ánægjulegt að sjá hversu margar í okkar röðum eru tilnefndar í ár. Við erum allar mjög stoltar og þakklátar að fá þessa viðurkenningu sem hvetur okkur áfram til góðra verka,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir, Framkvæmdastjóri Mannauðssviðs Origo

Sigurvegararnir verða valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum og í ár fer verðlaunaafhendingin fram á Íslandi, nánara tiltekið í Hörpu, þann 9. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“