fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Jón Gunnarsson segir VG ekki starfa af heilindum og telur að Svandís Svavarsdóttir eigi að víkja

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að Svandís Svavarsdóttir hafi gerst brotleg við lög er hún bannaði hvalveiðar fyrr í sumar. Hann segir að ráðherra sem brjóti gegn stjórnarskrá eigi að víkja úr embætti. Vinstri græn vörðu Jón gegn vantrauststillögu á þingi í vor með því skilyrði að hann hyrfi úr ríkisstjórn nú í sumar.

Þetta kemur fram í nýjum hlaðvarpsþætti, Ein Pæling.

Vinstri Græn gerðu kröfu um að Jón Gunnarsson viki úr ríkisstjórn ef þau styddu hann gegn vantrausttillögu sem lögð var fram gegn honum í mars síðastliðnum. Að sögn Jóns sögðust þau með miklum trega vera tilbúin að styðja við bakið á honum en samhliða því hafi honum hafi verið tjáð að Sjálfstæðisflokkurinn myndi þurfa að gera ráðstafanir ef ríkisstjórnarsamstarfið ætti að halda áfram.

Þáttarstjórnandi spurði Jón hvort hann myndi styðja vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur og hann svaraði:

Maður verður að meta alltaf forsendur fyrir vantrauststillögu. Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga. Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, — þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“

Um vantraust gegn Svandísi sagði Jón að í þeim tilfellum er ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá finnist honum sjálfsagt að sá ráðherra víki úr embætti. Ekki ætti að þurfa vantrauststillögu til þess. Um hvalveiðibann Svandísar sagði Jón að allt benti til þess að hún hafi gerst brotleg og að hann hefði sjálfur aldrei komist upp með slík vinnubrögð í sínu ráðuneyti. Miðað við þau málsgögn sem komið hafa fram segir Jón ekkert benda til annars en að Svandís hafi brotið lög með sinni ákvörðun.

Aðspurður um það hvort hann muni styðja vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur segist hann ekki ætla að taka ábyrgð á þeirri vegferð sem hún sé á í hvalveiðimálinu, ætli ekki að verða meðsekur.

Jón segir VG hafa sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili og það hafi hljómað í sín eyru eins og öfugmælavísa þegar forsætisráðherra steig fram fyrir skemmstu og sagði flokkinn vera í þessu stjórnarsamstarfi af heilindum.

Hægt er að hlusta á hluta hlaðvarpsins, Ein pæling, hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?