fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Sér Elliði bjarta framtíð fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

Svarthöfði
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði rak upp stór augu í morgun þegar hann las það haft eftir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi og flokksráðsmanni í Sjálfstæðisflokknum, að hann tryði ekki öðru en að Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi myndi styðja vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, kæmi slík fram á þingi.

Raunar sagðist Elliði reikna með því að Svandís segi af sér að eigin frumkvæði eða þingflokks VG komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hvalveiðibann hennar sé ekki í samræmi við lög.

Svarthöfði er hugsi yfir þessum orðum Elliða, sem verður nú að teljast eldri en tvævetur í innra flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins. Ætti hann því að þekkja vel til þar innan dyra.

Víst er það rétt að flokksráð Sjálfstæðisflokksins fullyrti í ályktun sinni um helgina að Svandís hafi brotið lög með því að blása hvalveiðar af í sumar með litlum fyrirvara. En veit Elliði ekki út á hvað Sjálfstæðisflokkurinn gengur? Veit hann ekki hvernig flokkurinn og stofnanir hans virka?

Svarthöfði man eftir mörgum landsfundum Sjálfstæðisflokksins og skýrum ályktunum sem komið hafa frá þeim á undanförnum árum, en í lögum flokksins segir að landsfundur sé æðsta stofnun flokksins.

Ítrekað hafa landsfundir ályktað um lækkun skatta og niðurskurð ríkisútgjalda. Í áratug hefur flokkurinn verið í ríkisstjórn og ráðið fjármálaráðuneytinu nær óslitið allan tímann. Ekki nóg með það heldur hefur það verið sjálfur formaður flokksins sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra. Líklega hafa ríkisútgjöld aldrei þanist út jafn mikið og síðasta áratuginn. En alltaf ályktar landsfundur að úr þeim skuli draga. Og ekki hafa skattar lækkað.

Ítrekað hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins kallað eftir afnámi tolla og endurskoðun vöru- og aðflutningsgjalda og sérstaklega tekið fram að landbúnaðarvörur séu þar ekki undanskildar. Lítið hefur borið á því að fulltrúar flokksins á þingi og í ríkisstjórn hafi reynt að framfylgja þessum ályktunum æðstu stofnunar flokksins.

Þá hafa þingmenn og ráðherrar gert lítið með vilja landsfunda hvað varðar að afnema allar undanþágur frá samkeppnislögum, en landbúnaðurinn fellur ekki undir lögin. Ekki hefur fjármálaráðherra flokksins orðið við þeim vilja landsfundar að setja af stað vinnu til að kanna heppilega framtíðarskipan gjaldmiðilsmála á Íslandi.

Svarthöfða finnst þetta lykta nokkuð af því að þingmenn og ráðherrar taki einfaldlega ekkert mark á vilja landsfundar eða flokksráðs flokksins þó að í orði kveðnu séu þetta æðstu stofnanir flokksins.

Rímar það raunar við það sem innvígður og innmúraður sjálfstæðismaður sagði Svarthöfða fyrir margt löngu, þegar hann einu sinni sem oftar furðaði sig á því að þingflokkurinn færi þvert gegn vilja landsfundar í einhverju málinu.

Í Sjálfstæðisflokknum væru vissulega skráðar reglur en mikilvægari væru samt þær óskráðu. Í óskráðu reglunum felist að landsfundir og aðrar fjöldasamkomur á vegum flokksins væru hið besta PR-stöff en allar raunverulegar ákvarðanir væru teknar af ábyrgum aðilum í þingflokki og ráðherraliði flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn væri nefnilega valdaflokkur sem gæti ekki leyft sér að vera með hundakúnstir og sveiflast eftir tiktúrum einhverrar grasrótar.

Svarthöfði telur sig vita að Elliða sé fullkunnugt um þessar óskráðu reglur og innihald þeirra og þess vegna flokkist orð hans um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni ekki verja Svandísi vantrausti frekar sem skopmæli en spádómur.

Svarthöfði veit, rétt eins og Elliði, að valdaflokkur sem ætlar sér bjarta framtíð sprengir ekki ríkisstjórn út af einhverju sem engu máli skiptir í stóru myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin