fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Þór Sigfússon: Íslenska krónan ekki hamlandi fyrir samkeppnishæfni í sjávarútvegi enda öll stóru fyrirtækin komin út úr krónunni

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 26. ágúst 2023 12:00

Þór Sigfússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans segir mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við þau sem hafa byggst upp hér á landi í sjávarútvegi og tengdum greinum hafi höfuðstöðvar sínar áfram á Íslandi og við verðum ekki útibúaland. Hann telur íslensku krónuna ekki hamlandi í þeim efnum enda séu öll helstu fyrirtækin komin út úr þeim gjaldmiðli.

Markaðurinn - Þór Sigfússon - Ísland sem höfuðstöðvaland
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þór Sigfússon - Ísland sem höfuðstöðvaland

Þór er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Ekki oft sem samfélög af þessari stærð sem halda í höfuðstöðvar stórra fyrirtækja. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld fæli ekki fyrirtæki á brott og að við megum ekki við að fá stjórnvöld sem séu ósátt við að hafa fyrirtæki af þessari stærðargráðu hér á landi. Höfuðverkefni okkar sé í raun að halda í þessi fyrirtæki hér.

Aðspurður segist Þór ekki telja íslensku krónuna vera hamlandi þátt hvað varðar samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs eða þegar kemur að því að gera Ísland að ákjósanlegu höfuðstöðvalandi fyrir stórfyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum enda séu öll þessi fyrirtæki með sína starfsemi í annarri mynt en krónunni. Einhver áhrif séu vegna beinnar starfsemi hér á landi en það sé bara vegið og metið í heildarmyndinni.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Hide picture