fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Drægni-kvíði

Eyjan
Laugardaginn 26. ágúst 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rolukast er upphaf alls ills og þar næst ferðalög,“ sagði gamla konan í Brekkukotsannál. Þessi orð hafa gengið í endurnýjun lífdaga því að allir eru sammála um skaðsemi ferðalaga. Enginn talar lengur um rolukast enda er það nú geðgreining undir allt öðru nafni.

Hlýnun jarðar og umhverfismál eru á allra vörum. Stjórnmálamenn ræða með spekingssvip um kolefnisspor og og mengun af völdum jarðefnaeldsneytis. Allir eru sammála um það böl sem hlýst af ferðalögum með bílum eða flugvélum. Myndir birtast reglulega af reykspúandi og mengandi skemmtiferðaskipum.

Eitt af töfraorðum nútímans er orkuskipti. Menn eiga að skipta yfir í „græna orku.“. Langflestir bílar sem fluttir eru til landsins eru knúnir risastórum rafhlöðum. Enginn kaupir lengur dísel- eða bensínbíla enda bæri það vott um skort á pólitískri rétthugsun.

Með rafmagnsbílunum hefur komið ný geðgreining sem heitir drægni-kvíði. Flestir þessara bíla eru gefnir upp með um 400 km drægni sem er í reynd kannski 300 km eða minna í rigningu.  Þessu fylgir meðvitund og efasemdir um hleðslustöðu bílsins. „Kemst ég í Staðarskála?“ „Dregur geymirinn í Borgarnes?“ Ökumaður og farþegar mæna á kílómetramælinn og reikna út hversu langan spöl rafmagnið endist. „Hvar er næsta hleðslustöð?“

Þessu fylgja martraðir og ofsakvíðaköst. Menn vakna upp kaldsveittir með andfælum í miðjum draumi um rafmagnsstopp á Holtavörðuheiði um vetur í nýja rafmagnsbílnum.

Smám saman fer kílómetramælir bílsins að stjórna lífi og ferðafrelsi fólks. Rafbílavæðingin hefur því margþætt jákvæð áhrif. Bílarnir menga minna og fólk hættir að keyra af ótta við rafmagnsleysi fjarri hleðslustöðvum. Allir hagnast nema olíufélögin. Geðlæknar mata krókinn á þessari nýju greiningu. Lyfjaframleiðendur eiga eftir að finna skemmtilegt lyf sem mun hjálpa fólki að lifa í sátt og samlyndi með nýja rafmagnsbílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?