fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Ásdís segir lóðamálið slitið úr samhengi – Afstaða minnihlutans hefði gengið gegn hagsmunum bæjarins

Eyjan
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 18:59

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að meirihlutinn í Kópavogi hafi staðið vörð um hagsmuni bæjarins varðandi lóðarúthlutun á Kársnesi sem fjallað var um fyrr í dag. Þá steig Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, fram og sakaði Ásdísi og meirihlutann um að hafa fært einum ríkustu systkinum landsins lúxus-lóðir á silfurfati án útboðs. Um er að ræða lóð á Kársnesi, svo kallaðan Reit 13 þar sem gert er ráð fyr­ir 150 íbúðum, sem Mata-systkinin, Eggert Árni, Guðný Edda, Gunnar Þór og Halldór Páll Gíslabörn, fengu úthlutað í gegnum félag sitt Fjallasól ehf. án auglýsingar.

Sigurbjörg Erla gagnrýndi gjörninginn harðlega og sagði úthlutunina brot á jafnræði og þá væri afar slæmt að ekki væri tryggt að hluti íbúðanna sem yrðu byggðar á reitnum yrðu fyrir tekjulægri hópa. „Þetta verða dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ sagði Sigurbjörg Erla.

Ásdís hefur nú brugðist við gagnrýni og segir að málið hafi verið vandlega unnið, farið yfir allar forsendur og tryggt hafi verið að marksverð fékkst fyrir lóðina.

Afstaða minnihlutans hefði gengið gegn hagsmunum bæjarbúa

„Úthlutun á ákveðnum lóðum við Reit 13 á Kárs­nesi til Fjallsól­ar ehf. án aug­lýs­ing­ar var nauðsynlegt vegna skör­un­ar bæj­ar­lands og fast­eigna í eigu fé­lags­ins, og tryggja þannig heild­stæða upp­bygg­ingu á reitn­um,“ segir Ásdís í færslu á Facebook-síðu sinni.

Segir hún að öðrum lóðum bæjarins, meðal annars á umræddu svæði, verði úthlutað í gegnum auglýsingar sem sé meginregla hjá Kópavogbæ

„Þá gengur sú afstaða minnihlutans að skipulagið færi í auglýsingu áður en samkomulagið var undirritað gegn hagsmunum bæjarbúa. Ef sú leið hefði verið farin hefði staða bæjarins verið veikari fyrir vikið. Nauðsynlegt var að ganga frá sam­komu­lagi við lóðar­hafa um bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald áður en deili­skipu­lagið færi í aug­lýs­ingu þannig að tryggt væri að lóðarhafar taki þátt í kostnaði á innviðaupp­bygg­ingu á svæðinu. Hér er því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa!,“ segir Ásdís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“