fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segir Dag hafa sett upp leikþátt varðandi skógarhögg í Öskjuhlíð til þess að beina sjónum frá fjárhag borgarinnar

Eyjan
Mánudaginn 21. ágúst 2023 08:30

Helgi Áss sakar Dag borgarstjóra um smjörklípu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar Dag B. Eggertsson um að hafa sett upp leiksýningu varðandi hugmyndir um skógarhögg í Öskjuhlíð í tengslum við Reykjavíkurflugvöll til þess að beina sjónum kjósenda frá því sem raunverulega máli skiptir – fjárhag Reykjavíkurborgar sem Helgi segir vera í rjúkandi rúst.

„Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti,“ skrifar Helgi Áss í aðsendri grein á Vísi sem birtist nú í morgun.

Segir Dag reyna að stýra umræðunni

Í greininni fullyrðir Helgi að Dagur borgarstjóri seti reglulega upp slíkar „leiksýningar“ ásamt upplýsingafulltrúum borgarinnar til þess að hafa áhrif á umræðuna um málefni borgarinnar.

„Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu,“ skrifar Helgi Áss.

Undir lok síðustu viku var greint frá þeim kröfum Isavia að Reykjavíkurborg myndi grípa til stórfelldrar grisjunnar á skóglendi í Öskjuhlíð til þess að tryggja flugöryggi. Helgi vill meina að tímasetning þeirra frétt sé engin tilviljun og að tilgangurinn hafi verið sá að kæfa umræðu um fjármál borgarinnar.

Fjármál borgarinnar „rústir einar“

„Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi,“ skrifar Helgi Áss.

Segir hann að með öðrum orðum þá eigi Reykjavíkurborg erfitt með að fá lán á almennum markaði.

Segir „smjörklípuna“ hafa virkað

Umræðan í fjölmiðlum hafi þó eingöngu snúist um trjáfellingarnar í Öskjuhlíð og þar með hafi „smjörklípubeitan“, eins og Helgi Áss orðar það, virkað.

Bendir hann á að fyrst hafi verið minnst á grisjun skógar í Öskjuhlíð í samningi Reykjavíkurborgar við Icelandair Group árið 2013 og bréf Isavia hafi því verið lítið annað en áminning um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Bréfið hafi því ekki átt að koma borgarstjóra á óvart.

„Ekkert í lúðrablæstri Dags B .og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum.“ skrifar Helgi Áss ennfremur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð