fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segir óæskilegt að næsti formaður flokksins komi úr núverandi forystu – nefnir vænlegan kandídat úr atvinnulífinu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 11:30

Þór Sigfússon, stjórnarformaður Sjávarklasans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins getur vart komið úr núverandi framvarðarsveit flokksins. Þetta kemur fram í nýjasta Náttfarapistli Ólafs Arnarsonar á Hringbraut.

Ólafur vitnar í orð Brynjars Níelssonar sem lýsti því yfir í síðustu viku að ef formannsskipti væru fram undan í flokknum væri æskilegt að finna formann sem ekki væri í núverandi forystusveit flokksins. „Ég er með marga í huga en þeir eru ekki allir mjög áberandi í flokknum í dag. Ég held að það væri ágætt að taka einhvern sem er ekki í framvarðarsveitinni…“

Ólafur segir að með þessu sé Brynjar að hafna til formennsku allri framvarðarsveit flokksins í dag. Varaformaðurinn, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, komi ekki til grein sem næsti formaður. Ekki heldur aðrir ráðherrar flokksins, forseti Alþingis eða formaður þingflokks sjálfstæðismanna, og hvað þá aðrir kjörnir fulltrúar flokksins.

Þá telur Ólafur fráleitt að Brynjar hafi átt við fyrrum vonarstjörnur, „sem nú eru týndar og tröllum gefnar.“ Sigurður Kári Kristjánsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson hafi öll átt sæti á Alþingi en horfið af vettvangi stjórnmálanna án þess að ná þeim slagkrafti sem reiknað var með og fáir sakni þeirra í dag.

Ólafur nefnir til sögunnar Þór Sigfússon, stofnanda og stjórnarformann Sjávarklasans. Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á yngri árum en hefur haslað sér völl með ýmsum hætti í viðskiptum og margháttuðu frumkvöðulsstarfi. Þór sé menntaður hagfræðingur frá virtum háskóla í Bandaríkjunum og með doktorsgráðu frá Háskóla Íslands.

Ungur var Þór formaður Heimdallar og framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann starfaði um skeið sem ráðgjafi í fjármálaráðuneytinu, var aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna Fjárfestingarbankanum, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, forstjóri Sjóvár og formaður Samtaka atvinnulífsins.

Fyrir 12 árum stofnaði Þór Sjávarklasann í Reykjavík og hefur auk þess komið að margs konar annarri nýsköpun. Hann er á besta aldri, 58 ára fjölskyldumaður.

Þór býr yfir farsælli reynslu úr atvinnulífinu og lesa má milli línanna í Náttfarapistlinum að höfundur hans telur annan og meiri brag vera af viðskiptaferli Þórs en núverandi formanns flokksins, en hneykslismál hafa varðað feril hans í viðskiptum og stjórnmálum frá því löngu áður en hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum fyrir rúmum 14 árum. Náttfarahöfundur tekur þó fram í lok pistilsins að ekkert sé vitað um fyrirætlanir Þórs Sigfússonar.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?