fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Tekjur Íslendinga 2022: Fyrrverandi bæjarstjórar gera það gott – Gunnar Einarsson gnæfir yfir aðra og er með miklu hærri laun en Dagur B. Eggertsson

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. ágúst 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórar og bæjarstjórar hafa löngum verið með tekjuhæstu launþegum á Íslandi. Lengi vel var borgarstjórinn í Reykjavík í sérflokki en á seinni árum hafa bæjarstjórar minni sveitarfélaga margir hverjir brunað fram úr borgarstjóra.

Eyjan kannaði laun þriggja bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar sem létu af störfum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra og bar saman við laun Dags B. Eggertssonar á síðasta ári. Laun borgarstjóra námu 2,46 milljónum á mánuði.

Í Kópavogi hvarf Ármann Kr. Ólafsson úr embætti eftir margra ára starf á síðasta ári. Samkvæmt skattskránni voru mánaðartekjur hans árið 2022 2,5 milljónir á mánuði. Íbúar í Kópavogi voru 38.998 þann 1. janúar 2022 og því var kostnaður hvers íbúa bæjarins vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórans 79 krónur á hverjum mánuði og fjögurra manna fjölskylda ver 3.800 krónum á ári í laun bæjarstjórans.

Í Mosfellsbæ lét Haraldur Sverrisson af störfum eftir kosningarnar, en mánaðarlaun hans voru 2,3 milljónir á síðasta ári. Íbúar bæjarins voru 13.024 1. janúar 2022 og því nam kostnaður hvers bæjarbúa vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórans 207 krónum á mánuði og kostnaður fjögurra manna fjölskyldu vegna launa hans er tæpar 10 þúsund krónur á ári.

Ókrýndur launakóngur bæjarstjóranna fyrrverandi er Gunnar Einarsson, sem lét af störfum sem bæjarstjóri Garðabæjar eftir langt og farsælt starf á síðasta ári. Mánaðarlaun hans í fyrra námu röskum 3,8 milljónum á mánuði. Íbúar Garðabæjar voru 18.445 þann 1. janúar 2022 og því nam kostnaður hvers bæjarbúa við laun og launatengd gjöld bæjarstjórans 255 krónum á mánuði á síðasta ári, að því gefnu að öll launin hafi komið frá sveitarfélaginu. Kostnaður fjögurra manna fjölskyldu í Garðabæ vegna launa Gunnars nam því ríflega 12 þúsund krónum í fyrra.

Vert er að hafa í huga að allir létu þessir bæjarstjórar af störfum í fyrra og því kunna að vera inni í þessu tölum laun frá öðrum aðilum en sveitarfélögunum, en gera verður ráð fyrir því að njóti biðlauna í 6-12 mánuði. Engu að síður blasir við að nýir bæjarstjórar tóku við eftir kosningar og voru því einnig á bæjarstjóralaunum síðari hluta síðasta árs.

Sem fyrr segir voru laun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, 2,46 milljónir á mánuði í fyrra. Íbúafjöldi Reykjavíkur þann 1. janúar 2022 var 135.688 og því nam kostnaður við laun og launatengd gjöld borgarstjóra 22 krónum á hvern borgarbúa í fyrra. Fjögurra manna fjölskylda í borginni þurfti því að punga út rúmum þúsundkalli í laun fyrir borgarstjóra á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”