fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Íslensk erfðagreining stendur öllum öðrum framar, segir Kári Stefánsson, sem segir náttúruna ótrúlega flinka í að sjá til þess að við deyjum öll

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. ágúst 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson segir að ef ekki væri fyrir tilkomu Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 27 árum væru erfðafræðivísindin 10 árum á eftir því sem nú er. Íslensk erfðagreining er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í heiminum í dag.

Kári er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 11
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 11

Aðspurður segir Kári það ólíku saman að jafna, þeim framförum sem Íslensk erfðagreining hefur leitt og því þegar Henry Ford fann upp færibandið og bylti iðnframleiðslu í heiminum. „Það var ný tækni en við erum vísindamenn, við erum að leita að þekkingu, við erum í sandkassanum og berum ekki ábyrgð á neinu nema leiknum,“ segir Kári.

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 10
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 10

Hann segir að þrátt fyrir að erfðafræðin og önnur vísindi hafi þróast mikið verði menn þó að átta sig á einu, sem er að við sem einstaklingar munum öll deyja. „Náttúran er ótrúlega flink í því að sjá til þess,“ segir Kári sem hefur enga trú á því að meðalaldur fólks fari nokkurn tímann mikið yfir 100 ár.

Að hans sögn er ekki óraunhæft markmið að meðalaldur fólks fari í 100 ár á næstu 25-50 árum. „En lengra förum við ekki,“ bætir hann við.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture