fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bjarni ber í borðið og hótar stjórnarslitum – Svandís niðurlægð í hvalveiðimálinu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. ágúst 2023 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir mun heimila hvalveiðar 1. september. Ólafur Arnarson skrifar í Dagfarapistli á Hringbraut að hann hafi heimildir fyrir því að formenn ríkisstjórnarflokkanna hafi komið saman á lokuðum fundi til að freista þess að halda laskaðri ríkisstjórninni á lífi.

Hann segir Bjarna Benediktsson hafa þótt heldur leiðitaman forsætisráðherranum sem hann kom til valda en nú hafi hann talað tæpitungulaust og látið á sér skilja að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki sætta sig við frekari yfirgang af hálfu Svandísar í þessu máli. Í hvalveiðimálinu væri ríkisstjórnarsamstarfið í húfi.

Katrín Jakobsdóttir, sem stóð ásamt Svandísi Svavarsdóttur að því að banna hvalveiðarnar með sólarhringsfyrirvara í júní, mun nú hafa sett Svandísi stólinn fyrir dyrnar og því liggur fyrir að bannið verður ekki framlengt um næstu mánaðamót. Með þessu niðurlægir Katrín Svandísi sem verður fórnað í málinu, að sögn Ólafs.

Hann gefur í skyn að eftirmál kunni að verða vegna þessa máls og skrifar í lok pistilsins: „Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi. Nú má spyrja hvort Kristján Loftsson eða Svandís Svavarsdóttir teljist vera litla þúfan í þessu máli?“

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð