fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Grunnskólinn skiptir miklu meira máli en háskólinn, segir Kári Stefánsson, sem segir lestur góðra bóka vera lykilinn að góðri menntun

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 13. ágúst 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir háskólar eru allt of margir og allt of litlir að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Íslenskir háskólar ná ekki þeirri lágmarks stærð sem rannsóknareiningar kalla á í háskólum í dag og forsendan fyrir rannsóknarstarfsemi þar byggir á erlendu fjármagni og alþjóðlegu samstarfi, segir Kári.

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 5
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 5

Kári segir að áherslan í íslensku skólakerfi eigi ekki að vera á háskólastiginu. Það sé grunnskólinn sem skipti mestu máli. Hann vill setja meira fé í grunnskólana – þar sé hægt að jafna leikinn –hjálpa börnum sem koma frá erfiðum kringumstæðum, sem ekki stafi bara af fátækt heldur geti líka stafað af skeytingarleysi.

Kári segir bernskuárin skipta mestu máli til þess að fólk nái sem mestu út úr sjálfu sér. Hann segir tungumálið vera lykilinn, mikilvægt sé að hlúa að tungumálinu, láta börn lesa góðar bækur sem séu grunnurinn.

En Kári segir að ekki sé nóg að kenna börnum íslensku. Íslenskan sé gríðarlega mikilvæg en netmálið sé enska, sem ekki skipti síður máli. „Enskan er orðin það sem sumir vonuðust til að esperanto gæti orðið,“ segir Kári.

„Við þurfum að hlúa að íslenskunni, láta börn lesa góðar bækur. Tungumálið er tækið sem við notum til að hugsa með,“ segir Kári. Hann segir  ekki nauðsynlegt að byrja snemma að kenna börnum raungreinar. Alltaf sé hægt að byrja á því.

Kári segist vera svekktur út í Illuga Gunnarsson, vin sinn, fyrir að hafa stytt nám til stúdentsprófs. Það leiði til þess að stúdentar komi verr undirbúnir í háskóla og hindri aðgang þeirra að góðum erlendum háskólum.

„Okkar fólk verður að fara til útlanda í nám ef við ætlum að standa framarlega,“ segir Kári sem segir ekki mest knýjandi að fjárfesta í háskólunum. Fjármagnið þurfi að renna inn í grunnskólana. „Við þurfum að gefa öllum börnum tækifæri,“ segir Kári sem telur ekki erfitt að ná breiðri pólitískri samstöðu um það.

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 6
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 6

Kári telur að Ísland sé allt of fámennt til að hér sé hægt að halda úti tveimur háskólum sem standa undir nafni, samkeppni við íslenska háskóla eigi að sækja til útlanda.

Þá telur Kári skringilega aðdáun á háskólamenntun ríkja hér á landi. Hún stafi meðal annars að innbyggðri kerfisvillu. Fjármagn til háskóladeilda fari eftir fjölda nemenda í þeim og þar með sé innbyggður hvati til að draga úr kröfum – nemendur séu síður felldir vegna .ess að þá fækki í deildunum og fjármagnið til þeirra skerðist.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture