fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Segir Davíð lúta í gras fyrir Jóni Ólafssyni

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 12. ágúst 2023 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn, Jón Ólafsson, hefur eftir mikla og kostnaðarsama uppbyggingu tryggt vatnsfyrirtæki sínu, Icelandic Water Holdings, í Ölfusi mikla fjármuni með risasamningi við erlenda fjárfesta.

Ólafur Arnarson fjallar um þetta í Náttfarapistli á Hringbraut og bendir á að Morgunblaðið var fyrst með þessa frétt. Telur hann það grátbroslegt hlutskipti Davíðs Oddssonar, hins aldna ritstjóra blaðsins, sem hafi verið yfirlýstur hatursmaður Jóns Ólafssonar þegar hann var og hét sem forsætisráðherra. Hann hafi hvarvetna lagt stein í götu Jóns og sé meðal annars talinn hafa látið undirmenn sína siga skattalögreglunni á hann.

Ólafur rifjar upp að á þeim árum sem Davíð vildi öllu ráða í samfélaginu var Jón Ólafsson í hópi þeirra athafnamanna sem fóru sínar eigin leiðir og létu Davíð Oddsson ekki skipa sér fyrir verkum. Dæmi um það hafi verið svonefndur ORCA-hópur, sem Jón var hluti af. ORCA-hópurinn eignaðist stóra eignarhluti í bönkum þvert gegn vilja forsætisráðherrans ráðríka.

Jón Ólafsson stóð af sér róg og allar tilraunir til að fella hann og stendur nú uppi sem sigurvegari í þessu stóra vatnsverkefni, skrifar Ólafur.

Gamli hatursmaðurinn, Davíð, sé svo fyrstur með gleðifréttina í sínu blaði. Grátbrosleg örlög það.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður