fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Saka ríkisstjórnina um „gjörsamlega siðlaust athæfi“

Eyjan
Sunnudaginn 9. júlí 2023 15:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að lýsa andstöðu sinni við notkun klasasprengja í stríðinu í Úkraínu.

„Það er gjörsamlega siðlaust athæfi að banna klasasprengjur í eigin landi og líta samtímis framhjá eða taka þátt í beitingu þeirra í öðrum löndum. Alþjóðasáttmálar á borð við klasasprengju- og jarðsprengjubönn Sameinuðu þjóðanna eru meðal mikilvægustu afvopnunarsáttmála sem í gildi eru. Því miður hafa risaveldin á undanförnum misserum jafnt og þétt grafið undan alþjóðlegum samningum á sviði afvopnunar og afleiðingarnar í stríðinu sem nú geisar. Það verður að stöðva stigmögnun stríðsins í Úkraínu strax og hefja vinnu við að ná friðsamlegri lausn,“ segir í ályktuninni.

Bandaríkjamenn hafa tekið þá umdeildu ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínuhers til að beita í stríðinu gegn innrásarliði Rússa. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindarsamtökum og jafnvel hafa samherjar forsetans fordæmt ákvörðunina.

Eng­in banda­lagsþjóða NATO, þar á meðal Ísland,  hef­ur mót­mælt þess­ari ákvörðun Banda­ríkja­manna. Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO hefur sagt banda­lagið ekki taka neina af­stöðu til klasa­sprengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi