fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Þorsteinn segir ríkisstjórnina verða að svara þremur mikilvægum spurningum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sendi í morgun frá sér pistil hér á Eyjunni, þar sem hann gagnrýnir þátt ríkisstjórnarinnar í Íslandsbankamálinu en eins og kunnugt er var gerð sátt milli Íslandsbanka og fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota fyrrnefnda aðilans á reglum og lögum við sölu á hlutabréfum í bankanum sem voru í eigu ríkisins. Íslandsbanki var sektaður um 1,2 milljarða króna og bankastjórinn, Birna Einarsdóttir, hefur nú látið af störfum.

Þorsteinn vitnar, í pistlinum, í mat ríkisendurskoðanda á stöðu Íslandsbankamálsins. Hann segir ríkisendurskoðanda krefja ríkisstjórnina um skýringar á því hvers vegna hún hafi ekki brugðist við ábendingum, vegna sölunnar á hlutabréfunum í Íslandsbanka, frá því í fyrra, meðal annars um ábyrgð hennar á Bankasýslu ríkisins:

„Í raun er ríkisendurskoðandi að segja: Ríkisstjórnin hefur ekkert lært.“

Þorsteinn bendir á að síðustu daga hafi ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna gengið vasklega fram við að endurheimta traust á Íslandsbanka. Þeir gleymi þó einu:

„En þeir hafa ekkert aðhafst til að endurheimta það traust, sem glataðist vegna athafna og athafnaleysis þeirra sjálfra.“

Þorsteinn segir athyglisvert að ráðherrar og stjórnarþingmenn segi hvaða starfsmenn bankans eigi að víkja og hvaða skjöl eigi að birta til að endurheimta traust bankans. Einhverjir kynnu að spyrja hvort það samræmist lögum um Bankasýsluna sem geri ekki ráð fyrir að þessir aðilar hlutist til um slíkar ákvarðanir. Þetta kallar Þorsteinn armslengdarregluna en segir hana ekki eiga við um söluferli á hlutum ríkisins. Um allt það ferli gildi ábyrgð ráðherra á framkvæmd stjórnsýslulaga og laga um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Hann segir söluferlið í heild sinni á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Hún hafi ekki gætt að ábyrgð sinni en gangist nú við henni þegar skaðinn sé skeður. Það sé framför.

Þrjár spurningar vakni

Þorsteinn segir í pistli sínum að svo virðist sem að ríkisstjórnin hafi ákveðið að setja traust á Íslandsbanka ofar eigin trausti í forgangsröðuninni. Í þeim tilgangi séu nú haldnir fundir í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hann segir að ekki kæmi á óvart ef að ráðherrar eða formenn nefndanna myndu á þessum fundum gera grein fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggist endurvinna sitt eigið traust.

Í þessu sambandi vakni þrjár spurningar:

„Er ekki alveg öruggt að ríkisstjórnin ætlar ekki að draga fram á haust að fallast á að rannsókn fari fram á þeim atriðum, sem út af standa, varðandi lagalega- og pólitíska ábyrgð æðstu handhafa framkvæmdavaldsins?“

„Er ekki alveg öruggt að sama lögmál gildir um ábyrgð á æðsta stigi stjórnsýslunnar eins og í ríkisfyrirtækjum?“

„Er ekki alveg öruggt að ríkisstjórnin ætlar að sjá til þess að nýr formaður og nýr framkvæmdastjóri Bankasýslunnar mæti á næsta hluthafafund Íslandsbanka til að fylgja þar eftir hæstu viðmiðum æðstu handhafa framkvæmdavaldsins um gott siðferði og trausta stjórnarhætti?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“