fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Biskup Íslands er umboðslaus að mati Brynjars Níelssonar sem segir kirkjunni verða allt til ógæfu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 31. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson segir ljóst að biskup Íslands sé umboðslaus ef ekki eru til skýrar heimildir í reglum og/eða lögum sem kveða á um annað.

Brynjar, sem er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni, segir að þegar fólk sé kosið til einhverra embætta komi að því að kjörtímabilið renni út og þá falli niður það umboð sem kosningin veitti.

Markaðurinn: Brynjar Nielsson 3
play-sharp-fill

Markaðurinn: Brynjar Nielsson 3

„Ef til eru einhverjar reglur sem heimila framlengingu umboðsins með þessum hætti segi ég bara: sýnið mér þær reglur,“ segir Brynjar og bætir því við að ef slíkum reglum væri til að dreifa væri án efa búið að draga þær fram í dagsljósið.

Að sögn Brynjars hafði framkvæmdaráð Kirkjuþings enga heimild til að framlengja ráðningu biskups á síðasta ári og fráleitt sé að starfsmaður Biskupsstofu geti gert ráðningarsamning við einhvern um að gegna embætti biskups.

„Einhvern veginn verður kirkjunni allt til ógæfu um þessar mundir,“ segir Brynjar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture