fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Elliði segir þörf á breytingum á stjórnarsamstarfi – „Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir því að lífdagar hennar eru taldir“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2023 10:12

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo mikið sem ég styð Sjálfstæðisflokkinn og gildi hans þá styð ég ekki þessa ríkisstjórn. Ástæðan fyrir því er einföld. Ástæðan er sú að þessi ríkisstjórn, vinnulag hennar og áherslur, eru fjarri þeim gildum sem við mörg innan Sjálfstæðisflokksins viljum vinna að. Ég mun ekki styðja þessa ríkisstjórn nema þar verði breyting á,“

Segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfuss í aðsendri grein á Viljinn, en Elliði er Sjálfstæðismaður. 

Flokkurinn ekki að klofna

Segir Elliði þeim sem líkar ekki við Sjálfstæðisflokkinn: „Gleymið hugmyndinni um að við séum að fara að klofna. Gleymið hugmyndinni um að við sem erum ósátt teljum kröftum okkar og hugsjónum betur borgið innan Miðflokksins. Gleymið hugmyndinni um að við kennum formanni okkar um stöðuna.  Verið samt alveg viss um að við erum mörg ósátt og viljum breytingar, og það strax.“

Segist Elliði hafa stutt núverandi ríkisstjórnarsamstarf þegar til þess var stofnað. „Það breytir því ekki að ég er í dag mjög ósáttur. Við erum þreytt á kyrrstöðunni. Við erum sum – jafnvel mörg- þreytt á kyrrstöðunni. Listinn yfir það sem við sum – jafnvel mörg- erum þreytt og vonsvikin yfir, er langur,“ segir Elliði. 

„Við erum þreytt á vanvirðingu samstarfsflokkanna gagnvart verðmætasköpun og fyrirtækjum þessa lands. Við fáum ekki tengt við stöðuna í orkumálum þar sem jafnvel ráðherrann sjálfur, þrátt fyrir góðan vilja, fær ekki umboð samstarfsflokkanna til að nýta hina grænu orku. Við skiljum ekki óttann við að ræða og taka á stjórnleysinu í málefnum innflytjenda. Við söknum þess að lögð sé áhersla á frelsi og virðingu fyrir athöfnum og ákvörðunum þeirra einstaklinga sem byggja þetta land. Við verðum að berjast sjálf fyrir breytingunni.

Við Íslendingar höfum það gott, en það er ekki sjálfgefið. Kyrrstaðan, aðgerðarleysið og óhófleg útgjöld geta hratt og örugglega breytt þessu. Við þurfum ekki mikla breytingu. Við þurfum atorkusama ríkisstjórn. Við þurfum að meta hin borgaralegu gildi og bera virðingu fyrir því að verðmætasköpun er forsenda velferðar. Við Sjálfstæðismenn þurfum að hefja til vegs og virðingar gildi Sjálfstæðisflokksins. Ef við gerum gerum það ekki þá gerir það enginn.“

Segir núverandi ríkisstjórn komna á endastöð

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á þingi og sá eini sem er með djúpar rætur í öllum sveitarfélögum. „Bakbein hans er á kaffistofunum, inn á heimilunum, í sveitarstjórnunum og meðal hins almenna Íslendings. Við eigum okkur sögu og menningu sem enginn annar flokkur kemst nærri. Við erum flokkur með skýra hugmyndafræði þar sem saman fara þau einkenni frjálshyggjunnar að meta einstaklinginn og frelsi hans og þau einkenni íhaldsmennskunnar að bera virðingu fyrir mikilvægi samfélagsins og stofnunum, þess svo sem fjölskyldunni, dómstólum, löggjafanum og öðrum þeim stólpum sem samfélagið hvílir á.“

Segir Elliði að núverandi ríkisstjórn sé líklega komin á endastöð. Segir hann að stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn gæti með „nýju samstarfsfólki myndað ríkisstjórn um framfarir frekar en kyrrstöðu og afturhald.“

Elliði segir kröfuna skýra, að annaðhvort verði „að verða breyting á áherslum þessarar ríkisstjórnar eða að Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir því að lífdagar hennar eru taldir. Komi til þess, óttumst við ekki kosningar. Gildi okkar eru skýr og ætíð klár þótt sannarlega aðlagist þau tíðarandanum. Á forsendum þeirra gilda, og eingöngu á þeim forsendum, nær flokkurinn þeim styrk sem við teljum hann þurfa til að tryggja áframhaldandi velmegun hins harðduglega fólks sem þetta land byggir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni