fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Brynjar Níelsson búinn að fá nóg af VG – Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í þessu stjórnarsamstarfi?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson vandar þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins ekki kveðjurnar í aðsendri grein sem birtist á Viljanum í dag undir yfirskriftinni „Herkvaðning til hægri manna og borgaralegra afla“.

Brynjar, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu, skrifar að eftir sex ára stjórnarsamstarf með stækum vinstri flokki af gamla skólanum og venjulegum Framsóknarflokki sem sjaldan viti í hvorn fótinn hann eigi að stíga séu sjálfstæðismenn víða mjög óhressir með stöðuna á stjórnarheimilinu og átti sig hreinlega ekki á því fyrir hvað flokkurinn standi í þessu stjórnarsamstarfi.

Sem dæmi nefnir Brynjar að þegar matvælaráðherra hafi stöðvað heila atvinnugrein fyrirvaralaust þegar síst skyldi og án þess að tala við kóng eða prest hafi þingmenn flokksins ekki stigið fast niður fæti, aðeins hafi heyrst ámátleg andmæli frá örfáum þeirra.

Brynjar segir lítið sem ekkert hafa gerst í orkumálum, hvort sem það sé í virkjunarmálum eða flutningi á orku. Þetta aðgerðarleysi sé þjóðinni dýrkeypt. Allir viti hins vegar að ekkert gerist í þeim málum í stjórnarsamstarfi við VG, enda hafi þingmenn þess flokks fagnað innilega þegar umboðslaust fólk úti í bæ felldi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun úr gildi. Hann segir VG á móti öllum virkjunum og toga í alla hemla sem finnast.

Sama ástand er uppi í málefnum útlendinga og í umhverfis- og auðlindamálum, að sögn Brynjars sem segir íslenska stjórnmálamenn haldna því blæti að færa allt vald til manna sem enginn kaus og enga ábyrgð bera.

Eftir mánuð, 26. ágúst, er boðaður flokksráðsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum. „Ætla ráðherrar flokksins og þingmenn á þeim fundi að láta eins og allt sé í lagi og ekkert í skorist? Ætlar þingflokkurinn að halda þessu samstarfi óbreyttu áfram án þess að náist samkomulag um að koma þessum málum í lag sem hér eru reifuð?

Ef flokkurinn ætlar að halda þessu samstarfi óbreyttu vegna þess að formönnum ríkisstjórnarflokkanna líður vel svo saman og ráðherrum annt um stólana, er viðbúið að brestir myndist í samstöðu hægri manna og borgaralega afla. Nú er nauðsynlegt fyrir ráðherra flokksins og þingmenn að tala skýrt fyrir stefnu og áherslum ef ekki á illa að fara.

Flokksmenn hafa takmarkaða þolinmæði fyrir stefnuleysi og innantómri froðu,“ skrifar Brynjar í niðurlagi greinar sinnar.

Grein Brynjars í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á