fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Látum ferðamennina borga – við þurfum peningana

Eyjan
Sunnudaginn 23. júlí 2023 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eigum að rukka flugfélög sem fljúga til Íslands, skemmtiferðaskip sem hingað koma og farþega sem kjósa að koma til Íslands. Við eigum að taka gjald sem notað verður til að byggja hér upp innviði, segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýn i hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Þórunn Reynisdottir: Gjald fyrir þjónustu
play-sharp-fill

Markadurinn - Þórunn Reynisdottir: Gjald fyrir þjónustu

Þórunn segir ferðaskrifstofur sem ekki vilja innheimta gjald af ferðamönnum vera vælukjóa. Við Íslendingar greiðum svona gjöld erlendis með glöðu geði og það myndu erlendir ferðamenn hér líka gera.

Þórunn segir fulla þörf á þessum peningum í íslenska innviði, hvort sem um er að ræða vegakerfið, heilbrigðiskerfið eða aðra hluti. Gott vegakerfi og heilbrigðiskerfi um land allt séu nauðsynlegur grunnur í þá innviði sem þarf til að halda uppi góðri ferðaþjónustu hér á landi, að ekki sé minnst á þjónustuna við okkur sem búum í þessu landi.

Hún segir okkur Íslendinga vera enn þá innstillta á það að vera svo þakklát fyrir útlendinga sem vilji ferðast hingað til lands að við viljum helst leyfa þeim að gista frítt.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Hide picture