fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Verðbólga lækkar enn

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 21. júlí 2023 09:37

Hagstofa Íslands Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands birti nú í morgun nýjustu mælingu sína á vísitölu neysluverðs.

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2023, er 595,8 stig og hækkar um 0,03% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 492,1 stig og hækkar um 0,20 prósent frá júní 2023.

Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 8,7 prósent og hafði það áhrif á vísitöluna til lækkunar um 0,34 prósent. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) lækkaði um 0,7 prósent og hafði það áhrif á vísitöluna til lækkunar um 0,14 prósent og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 13,9 prósent sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,28 prósent.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1 prósent.

Í júnímánuði hafði vísitalan hækkað um 8,9 prósent á tólf mánuðum.

Það þýðir, með öðrum orðum, að verðbólga á ársgrundvelli hefur lækkað úr 8,9 prósent í 7,6 prósent. Hún var 10,2 prósent í febrúar síðastliðnum og er því á hægri niðurleið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni