fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vondur staður til að vera á

Eyjan
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 05:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrr í sumar úr gildi leyfi fyrir Hvammsvirkjun. Fyrstu viðbrögð orkuráðherra voru þau að ákvörðunin hefði komið á óvart. Síðan bætti hann um betur og sagði að þetta hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Leyfissviptingin bendir til að athuganir skorti til þess að unnt sé að sannreyna að virkjanaframkvæmdir samræmist skilyrðum laga um vatnamál.

Í ljósi grænu skýrslu sérfræðinga ríkisstjórnarinnar er tafatjón þjóðarbúsins umtalsvert. Markmiðin um orkuskipti eru í uppnámi. Þetta gæti jafnvel verið afdrifaríkasta pólitíska strandið eftir Hrun. Einhver verður að bera ábyrgð?

Ráðherra virðist hafa verið grandalaus

Ekkert bendir til þess að ráðherra segi ósatt um að hann hafi komið af fjöllum.

Hinu er erfitt að trúa að í ráðuneytinu hafi ekki verið sú þekking embættismanna á lögum að um álitamál gæti verið að ræða, sem rétt hefði verið að upplýsa ráðherra um. Þá hefði hann getað brugðist við í tíma.

Einnig virðist einsýnt að Umhverfisstofnun hefði átt að gera ráðuneytinu grein fyrir stöðu rannsókna á þessu svæði fyrir mörgum árum. Stofnunin hefur ekki staðið sig í stykkinu.

Hafi einhvern tíman verið þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tæki mál til rannsóknar  er hún ótvíræð í þessu tilviki.

Friðurinn er ekki ókeypis

Oftast er það svo að stjórnarandstöðuflokkar kalla eftir rannsókn til að fjalla um ábyrgð ráðherra. Í þessu tilviki  eru pólitísku hagsmunirnir flóknari.

Þegar ráðherra kemur af fjöllum í svo stóru máli vegna skorts á athugunum undirstofnana eða skorts á upplýsingum frá þeim er það næsti bær við pólitíska niðurlægingu.

Ef ekkert verður upplýst um ábyrgðina situr ráðherra uppi með hana, þótt hann hafi verið grandlaus. Ekki er ósennilegt að þingmenn VG láti sér það vel líka.

Ráðherrann hefur því mestan hag af því að stjórnsýslurannsókn á ábyrgðinni fari fram. Framsókn og Viðreisn ættu að styðja hann í því. Ætla má að Samfylkingu þyki heppilegra að fylgja VG.

Sennilegast er þó að friðurinn við ríkisstjórnarborðið verði keyptur því verði að upplýsa ekki um ábyrgð á mistökunum.

VG styrkist

Í sex ár hefur einn stærsti vandi ríkisstjórnarsamstarfsins falist í þeim pólitíska ómöguleika VG að samhæfa stefnu sína varðandi náttúruvernd og loftslagsvernd. Það verður svo sjálfkrafa pólitískur ómöguleiki orkuráðherrans.

Þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við orkumálunum fyrir tæpum tveimur árum sýndi hann verulega snerpu í fyrstu.

Eina leið hans til að ná einhverju fram var þó að nota sterka stöðu í eigin þingflokki til að setja VG ný skilyrði fyrir framhaldi samstarfsins. Í byrjun benti ýmislegt til að hann væri líklegur til þess.

Kannski fór of mikil orka í átök um formennsku í flokknum. Eftir það er eins og hann hafi misst stöðu til að losa um þennan pólitíska ómöguleikahnút í samstarfinu.

Það sem eftir lifir kjörtímabilsins er því líklegast að við heyrum reglulega yfirlýsingar um nauðsyn virkjana án þess að mikið nýtt gerist. Slíkt samspil yfirlýsinga og aðgerðaleysis mun styrkja VG.

Staðan við kosningar

Málið er því meiri pólitískur skellur að flokkur ráðherrans hefur farið með orkumálin í tíu ár og ber því drjúgan hluta af ábyrgðinni á lengsta tímabil stöðnunar í orkumálum á lýðveldistímanum.

Hvammsvirkjun er gamalt verkefni og leysir bara brot af orkuþörfinni. Jafnvel þótt leið finnist til að veita leyfið að nýju er framhaldið samt í algjörri óvissu.

Það er sú óvissa, sem Jón Gunnarsson fyrrum ráðherra hefur bent á til marks um að stjórnarsamstarfið gangi ekki málefnalega upp.

Hann sér að það er vondur staður til að vera á þegar kosningar nálgast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin