fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Brim beitt 3,5 milljóna króna dagsektum – Sagt neita að afhenda gögn og tefja rannsókn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 17:30

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt að það muni leggja 3,5 milljóna króna dagsektir á Brim hf.

Nú stendur yfir rannsókn stofnunarinnar á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Við rannsóknina er stuðst við gagnagrunna á vegum hins opinbera og upplýsingar frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Í tilkynningunni segir að send hafi verið bréf með beiðnum um upplýsingar til sjávarútvegsfyrirtækja landsins og langflest hafi þau tekið vel í beiðnirnar og sent umbeðnar upplýsingar. Í nokkrum tilvikum hafi þó verið gerðar athugasemdir við athugunina og upplýsingar veittar með fyrirvara af þeim sökum.

Eitt fyrirtæki, Brim hf., hafi þó hins vegar ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir sem hafi óhjákvæmilega tafið rannsóknina.

Eftir ítrekuð bréfaskipti segist Samkeppniseftirlitið nú hafa tekið ákvörðun um að nýta sér heimild sem kveðið er á um í 38. grein samkeppnislaga til þess að beita Brim hf. dagsektum. Þannig er Brim gert að greiða dagsektir að upphæð 3.500.000 kr. á dag, þar til umbeðnar upplýsingar og gögn hafa verið afhent.

Byrja dagsektirnar að reiknast eftir að fjórtán dagar eru liðnir frá ákvörðun um hana, í samræmi við 39. grein samkeppnislaga.

Segir enn fremur í tilkynningunni að Brim og Guðmundur Runólfsson hf. hafi gert athugasemdir eða fyrirvara við athugunina og gagnaöflun á grunni hennar. Einkum sé gerð athugasemd við að Samkeppniseftirlitið og matvælaráðuneytið hafi gert samning sem veiti eftirlitinu fjárhagslegt svigrúm til þess að ráðast í athugunina. Í athugasemdum fyrirtækjanna sé meðal annars leitt að því líkum að samningurinn dragi úr sjálfstæði Samkeppniseftirlitsins.

Vill Samkeppniseftirlitið meina að svo sé ekki. Í lögum sé kveðið á um það hlutverk Samkeppniseftirlitsins að kanna stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi og skrifa um það skýrslur. Þá grundvallist gagnaöflun eftirlitsins á skýrum heimildum í 19. grein samkeppnislaga.

Í samningnum sé kveðið skýrt á um að hann raski ekki sjálfstæði Samkeppniseftirlitsins í úrlausnum sínum. Þá feli athugunin hvorki í sér ákvörðun um íhlutanir á grunni samkeppnislaga eða ákvörðunum um frekari athuganir, heldur miði verkefnið einvörðungu að því að gera eftirlitinu kleift að birta skýrslu í samræmi við samkeppnislög. Með þeim hætti sé stuðlað að auknu gagnsæi um eigna- og stjórnunartengsl í undirstöðugrein í íslensku atvinnulífi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum