fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Orkuskortur yfirvofandi hér á landi vegna andstöðu við nýjar virkjanir, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

Eyjan
Mánudaginn 17. júlí 2023 16:15

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vindmyllur eru góð þriðja stoð í orkukerfi Íslands. Vindgæði hér á landi eru svo góð að vindmyllur hér þurfa einungis að vera 150 metrar á hæð en ekki 250 metrar eins og andstæðingar vindorkuvera halda fram. Á sama tíma og önnur lönd greiða götu endurnýjanlegrar orkuvinnslu stefnum við í þveröfuga átt hér á landi. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í hlaðvarpsþættinum Markaðurinn á Eyjunni.

Markadurinn: Hördur Arnarson - Klippa 6
play-sharp-fill

Markadurinn: Hördur Arnarson - Klippa 6

Hörður segir vindorkuver hér hagkvæm kostnaðarlega en það breyti ekki því að vatnsaflið og jarðvarminn séu okkar grunn orkugjafar og áfram séu miklir möguleikar þar.

Hörður segir vindmyllurnar sem Landsvirkjun hyggst nota verða í hæsta lagi 150 metra háar, en ekki 250 metrar eins og andstæðingar vindorkuvera hér á landi hafa haldið fram. Hver vindmylla muni afkasta á bilinu 4-5 MW og heildarafköst Búrfellslundar séu ráðgerð 120 MW.

Ástæðan fyrir því að ekki verður farið hærra en 150 metra er sú að vindgæði hér eru svo góð að ekki er þörf á hærri myllum. Hörður segir Landsvirkjun hafa komið mjög til móts við gagnrýnissjónarmið vegna fyrstu útfærslu Búrfellslundar og meðal annars verði vindmyllurnar færðar til þannig að þær skyggi ekki á Heklu. Fengnir hafi verið erlendir sérfræðingar til ráðgjafar og tekist hafi að minnka mjög sjónræn áhrif, líka frá þeim útsýnisstöðum sem ferðamenn fara mikið til á þessu svæði.

Markadurinn: Hördur Arnarson - Klippa 7
play-sharp-fill

Markadurinn: Hördur Arnarson - Klippa 7

„Öll lönd eru að greiða götu endurnýjanlegrar orkuvinnslu en við erum að fara í þveröfuga átt. Hér stefnir í orkuskort 2026-27 vegna þess að nýjar virkjanir hafa tafist vegna alls kyns mótstöðu í kerfinu. Á næstu árum verður staðan mjög flókin,“ segir Hörður Arnarson.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags
Eyjan
Fyrir 1 viku

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Hide picture