fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Starfsánægja

Eyjan
Laugardaginn 15. júlí 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir allmörgum árum skrifaði ég bókina Kleppur í 100 ár. Ég kynnti mér sögu fyrsta yfirlæknis spítalans, Þórðar Sveinssonar sem var mikill afburðamaður. Hann kunni bæði latínu og grísku, var ágætlega hagmæltur og áhlaupsmaður um andatrú og pólitík. Mér fannst eins og Þórður hefði brennandi áhuga á öllu nema geðlækningum. Hann langaði greinilega til að gera eitthvað allt annað en að stjórna Kleppi. Oft hefur mér flogið þetta í hug þegar þekktar persónur hafa birst í skylduviðtölum starfs síns vegna.

Ég vorkenni alltaf Katrínu Jak. þegar fjölmiðlamenn spyrja hana í hundraðasta sinn um ömurlegt gengi VG í skoðanakönnunum. Á þeirri stundu held ég að hana langi til að hætta í pólitík og fara að skrifa glæpasögur.

Bjarni Ben. er oft þreytulegur í viðtölum um Íslandsbankasöluna  og langar ekkert frekar en að vera þjálfari hjá Stjörnunni í fótbolta. Sigurður Ingi þráir stundum ekkert heitar en að geta stundað dýralækningar á nýjan leik. Dýrin eru hvorki sívælandi og vanþakklát yfir vegakerfi landsmanna né heimta göng til Vestmannaeyja.

Guðni Th. á hinn bóginn nýtur þess að starfa við að vera óþægilega alþýðlegur forseti. Hann langar ekki til að verða fræðimaður og kennari aftur.

Margir þingmenn eru alsælir í vinnunni. Björn Leví er á réttri hillu enda erfitt að ímynda sér einhvern annan vinnuveitanda sem gæti nýtt sér ótvíræða hæfileika hans að tala klukkustundum saman um ekki neitt.

Egill afi minn neyddist til að verða ofbeldismaður og víkingur til að uppfylla drauma mömmu sinnar. Hann langaði alltaf til að kenna ungum Borgnesingum bragfræði og bókmenntir en fékk það ekki. Fræðimenn telja þetta ástæðuna fyrir óhamingju Egils og beiskju í ellinni.

Mestu skiptir því að finna fjölina sína eins og Guðni forseti og una glaður við sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
13.02.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Innviðir eru súrefnisæðarnar
EyjanFastir pennar
12.02.2025

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
06.02.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennar
02.02.2025

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið