fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Veðurvæl

Eyjan
Laugardaginn 1. júlí 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er afskekkt eyja í Norður-Atlantshafi. Allar lægðir og hæðir á norðurhveli jarðar hafa hér viðkomu og stjórna rysjóttu veðurfari. Íslenskan á óteljandi orð yfir rigningu af öllum stærðum og gerðum. Helsta umtalsefnið í öllum sundlaugapottum landsins er veðurfarið. Þrátt fyrir þetta nána sambýli þjóðar og veðurs kemur það sífellt á óvart.

Ein helsta þjóðaríþrótt landans er veðurvælið. Fólk barmar sér með spekingssvip undan suðvestanátt og rigningu.

Þorlákur Þórhallsson biskup á Skálholti á 12. öld var heilagasti  kirkjunnar maður. Gott þótti að heita á hann til heilbrigðis og kraftaverka. Best þótti þó að heita á Þorlák til veðurs. Ástæðan var sú að hann „lastaði aldrei veðrið.“ Þorlákur tók öllu veðri með æðruleysi enda vissi hann að veðrið á Íslandi er síbreytilegt. Íslendingar sem fluttu til Kanada á 19. öldinni söknuðu ávallt breytileikans í íslenskri veðráttu enda höfðu þeir ekkert skemmtilegt að tala um og leiddust út í endalausar deilur um bókstafstrú.

Mestu skiptir því að nálgast veðrið með þolinmæði og æðruleysi eins og heilagur Þorlákur og heita á hann ef mikið liggur við. Áheitin geta verið af ýmsum toga en best er að lofa siðferðislegri betrun. Stjórnmálamenn geta þannig lofað að hætta að ljúga í nokkra daga. Bankastjórar lofa því að hætta að blekkja bankaeftirlitið og Arnar Gunnlaugsson knattspyrnuþjálfari heitir því að hætta að segja fokk í 3-4 daga. Slík heit munu hafa góð áhrif á veðrið og túrismann í landinu og auka hróður Þorláks helga.

Í Hávamálum stendur: Veður ræður akri/en vit syni.

Veðrið stjórnar akuryrkjunni en það má ekki stjórna manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!