fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Lindarhvoll: Ekki enn búið að skila ársreikningi sem átti að skila í febrúar

Eyjan
Föstudaginn 9. júní 2023 16:12

Enn virðist óreiða einkenna starfsemi Lindarhvols og aðkomu tveggja síðustu ríkisendurskoðanda að félaginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn bólar ekkert á ársreikningi frá Lindarhvoli ehf., en skila átti reikningnum fyrir lok febrúar. Komið er næstum þrjá og hálfan mánuð fram yfir skilafrest.

Þetta vekur nokkra athygli vegna þess að Í Lindarhvoli er engin starfsemi og hefur ekki verið frá 2018. Einu reikningarnir sem þar fara í gegnum bókhaldið eru lögfræðireikningar, fyrst og fremst vegna vinnu Steinars Þórs Guðgeirssonar við málsvörn í hinu svonefnda Lindarhvolsmáli.

Ætla mætti því að ársreikningsgerð félagsins væri með einfaldasta móti. Enginn starfsmaður er í félaginu og einungis einn stjórnarmaður, Esther Finnbogadóttir starfsmaður fjármálaráðuneytisins.

Um nokkurt skeið hefur viðkvæðið þegar spurst er fyrir um ársreikninginn verið að hann komi á næstu dögum. Þetta rímar nokkuð við viðbrögð við öðrum beiðnum um upplýsingar vegna Lindarhvols. Mjög erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar og viðkvæðið hefur gjarnan verið að miklar annir séu í fjármálaráðuneytinu, auk þess sem orlof setji strik í reikninginn.

Svo virðist sem sök þessa slóðaskapar við skil ársreikningsins liggi bæði hjá fjármálaráðuneytinu og Ríkisendurskoðun, en skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols hefur einmitt verið mikið til umfjöllunar að undanförnu, enda legið óafgreidd í þinginu í rúm þrjú ár.

Ástæða þess að ekki hefur tekist að afgreiða skýrsluna um Lindarhvol er sú að forseti þingsins situr á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols, en vitað er að Sigurður gerir alvarlegar athugasemdir við ráðstöfun eigna félagsins á meðan öll starfsemi þess er sögð vera til fyrirmyndar í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem Skúli Eggert Þórðarson, þáverandi ríkisendurskoðandi skrifaði. Framburður vitna fyrir dómi í Lindarhvolsmálinu í janúar gefur til kynna lýsing Sigurðar sé raunsönn.

Fjármálaráðuneytið og Ríkisendurskoðun hafa lagst eindregið gegn því að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar verði gerð opinber og nú virðist það ráðuneytinu og Ríkisendurskoðun um megn að skila einföldum ársreikningi Lindarhvols til Fjársýslu ríkisins meira en þremur mánuðum eftir að skilafrestur rann út.

Vekur þetta spurningar um stjórnun og vinnubrögð á báðum stöðum. Nú fer að verða spennandi að sjá hvort ársreikningnum verður skilað áður en greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, sem forseti Alþingis hefur setið á að beiðni fjármálaráðherra og ríkisendurskoðanda, kemur fram í dagsljósið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund