„Með því að byggja meira um land allt munum við ná tökum á verðbólgunni, annars ekki,“ skrifar Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar í aðsendri grein á Eyjunni.
Hann fjallar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, sem kynntar voru í vikunni, og þá sérstaklega áform um „raunverulegar og skynsamlegar aðgerðir um kröftuga húsnæðisuppbyggingu inn í úrræði sem munu gagnast þeim hópum samfélagsins sem hafa átt hvað erfiðast með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum.“
Hann fagnar sérstaklega að stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða veri tvöfölduð næstu tvö ár þannig að byggðar verði 1000 íbúðir í stað 500. Þessu til viðbótar verði byggðar tæplega 800 íbúðir á þessu ári sem sé fjölgun um 250 frá fyrri áformum.
Til að þessi áform gangi eftir þurfi að tryggja nægjanlegt lóðaframboð og þar standi spjótin á sveitarfélögunum, sem þurfi svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð.
Grein Ágústs Bjarna í heild má lesa hér.