fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Exeter Hotel fær vottun hjá Great Place To Work

Eyjan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 12:09

Exeter hotel er fyrsti íslenski vinnustaðurinn í hótelrekstri og ferðaþjónustu til að fá vottun hjá GPTW.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Exeter hótelið við Tryggvagötu er á lista Great Place To Work (GPTW) yfir Bestu vinnustaði Íslands, fyrst fyrirtækja hér á landi í hótelrekstri og ferðaþjónustu. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu.

Þegar Exeter hafði verið opið sem sjálfstætt hótel í meira en ár, fór að bera á nýjum og krefjandi áskorunum í mannauðsmálum í tengslum við starfsþróun. Eftir að hafa starfað í ár eða lengur í móttöku, fór starfsfólk gjarnan að velta fyrir sér framtíð sinni og hvaða möguleikar væru til þróunar í starfi á jafn litlum vinnustað og Exeter Hotel að sögn Þorkels Óskars Vignissonar, framkvæmdastjóra Exeter Hotel

„Þessi áskorun og köllun kom skýrt fram í GPTW gögnunum okkar og höfum við þurft að leita frumlegra leiða til að gefa starfsfólki ný verkefni, áskoranir og fræðslu fyrir þau til að þróast og halda þeim áhugasömum,“ segir Þorkell Óskar.

Gögnin vísa veginn

„Gögnin hjá Great Place To Work veittu okkur staðfestingu á því að við erum góður vinnustaður að vinna hjá og hvað við erum að gera vel. Jafnframt hafa gögnin gert okkur kleift að greina hvar við getum bætt okkur og gefið okkur skýran vegvísi í þeirri vegferð að verða framúrskarandi vinnustaður fyrir okkar starfsfólk,“ segir hann.

Þar sem að gögnin frá Great Place To Work eru nafnlaus og órekjanleg gefur þessi starfsmannakönnun GPTW hverjum og einum rödd og veitir fólki öryggi til þess að tjá sínar skoðanir á opinskáan máta og dregur á þann hátt upp raunsæja og áreiðanlega mynd af stöðu vinnustaðarins. „Á litlum vinnustað eins og okkar er starfsfólk gjarnan feimið við að tjá sig og oft gleymist að skapa vettvang fyrir fólk til að geta tjáð sig. GPTW könnunin hefur því bæði hjálpað okkur að gefa starfsfólkinu rödd og öryggi til að tjá sig og opnað okkur leiðir til bætingar sem vinnustaður,“ segir Þorkell Óskar enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”