fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Unnu til alþjóðlegra verðlauna á European Search Awards

Eyjan
Mánudaginn 5. júní 2023 09:58

Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine Nordic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stafræna auglýsingastofan The Engine Nordic, dótturfélag Pipar\TBWA, vann í síðustu viku til alþjóðlegra verðlauna á European Search Awards í flokknum „Best Use of Search – Travel & Leisure“ fyrir Reykjavik Excursions by Icelandia. Þetta eru ein stærstu og virtustu stafrænu markaðsverðlaunin sem veitt eru í Evrópu þar sem hundruð auglýsingastofa frá yfir 40 löndum taka þátt á hverju ári. Met innsendinga var í ár sem hljóp á þúsundum.

„Samstarfið okkar með The Engine Nordic hefur litast af góðu trausti, öflugu samstarfi og sameiginlegri sýn á að ná sem bestum árangri. Saman höfum við lagt okkur mikið fram í þeirri vegferð og árangurinn hefur verið eftir því, framúrskarandi. Við erum afar þakklát fyrir þennan árangur sem og þessari alþjóðlegu viðurkenningu sem verðlaunin eru,“ segir Inga Dís Richter framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Icelandia.

Nýnæmi og fersk nálgun á stafrænum herferðum

Verðlaunahátíðin er hátt skrifuð í bransanum en veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur sem og nýnæmi í ferskri nálgun í uppbyggingu herferða. Meðal þess sem dómnefnd tiltók var hversu framúrstefnuleg herferðin væri sem og hversu snjöll hugsun væri á bakvið nálgun og aðferðafræði.

„Með því að vinna til þessara verðlauna í flokki Travel & Leisure Best Use of Search erum við að komast í flokk þeirra allra bestu í Evrópu. Einstakur heiður og jafnframt endurspeglar það trausta og góða samstarf sem við höfum átt með Reykjavik Excursions by Icelandia síðastliðið ár. Það er sérstaklega gaman að ná svona öflugum árangri og auðvitað mikilvægt fyrir okkar trausta viðskiptavin í Icelandia,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine Nordic.

„Að fá 7 tilnefningar og svo 1 verðlaun á European Search Awards endurspeglar það öfluga starfsfólk sem við höfum og þá aðferðafræði sem við notum. Maður er hrærður yfir þessum árangri og miklu viðurkenningu sem okkar samstarfi er sýnd,“ segir Haukur Jarl Kristjánsson, Performance Director hjá The Engine Nordic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi