fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sigurjón lét ráðvilltan innviðaráðherra heyra það – „Ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekkert hvert háttvirtur þingmaður er að fara“

Eyjan
Mánudaginn 5. júní 2023 17:32

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks Fólksins, er ekki sáttur við Sigurð Inga innviðaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks Fólksins sakaði Sigurð Inga Jóhannesson, innviðaráðherra um hroka og valdníðslu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Ástæðan er sú að Sigurjón var hunsaður sem aðalmaður í stjórn Byggðastofnunar. Sigurður Ingi var ráðvilltur þegar hann kom í tvígang í ræðustól til andsvara og sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um hvað Sigurjón væri að tala.

Orðskipti Sigurjóns og Sigurðar Inga á Alþingi í dag
play-sharp-fill

Orðskipti Sigurjóns og Sigurðar Inga á Alþingi í dag

Virti tilnefningu Flokks fólksins að vettugi

Sigurjón hefur setið sem varamaður í stjórn Byggðarstofnunar en á dögunum var skipað að nýju í stjórnina. Færði Sigurjón rök fyrir því í ræðustóli að hann hafi komið ýmsum þörfum málum í verk í stjórninni, meðal annars endurskoðun á úthlutun byggðarkvóta stofnunarinnar.

„Sem hefur meðal annars farið til útgerða sem komnar eru upp fyrir kvótaþakið og jafnvel til erlendra auðmanna og í fjölda tilvika hefur ekki verið landað afla í þeim byggðarlögum sem byggðarkvótinn hefur verið ætlaður,“ sagði Sigurjón.

Það hafi þó ekki verið þrautalaust en þingmaður fullyrti að hann hafi, ólíkt öðrum stjórnarmönnum, verið kallaður í sérstakt próf hjá Seðlabankanum því að vafi léki á hæfi hans til að sitja í stjórn stofnunarinnar. Eitthvað sem Sigurjóni fannst forkastanlegt í ljósi ferilskrár sinnar.

Á dögunum hafi Flokkur fólksins svo tilnefnt hann sem aðalmann í stjórn Byggðastofnunar. Sú ósk hafi hins vegar verið  virt að vettugi af Sigurði Inga.

„Skýringar ráðherra voru að ég hafi verið gerður það [innsk. blm. sumsé varamaður] vegna reglna um kynjahlutföll í stjórn stofnunarinnar.  Með öðrum orðum það er verið að misnota lög um jafna stöðu kynjanna,“ sagði Sigurjón og bætti við að þetta inngrip lyktaði óneitanlega af misnotkun og valdahroka.

„Það sem undirstrikar það er að aðrar skipanir ráðherra á karlmönnum eru verulega umdeildar og ég hef vakið athygli Fjármálaeftirlitsins á því. Og mér finnst það sárt að við skulum vera hér að ræða þessi mál og menn sýni svona valdhroka við skipan stjórnar opinberra stofnanna og sýni ekki meiri auðmýkt.“

Sigurjón ekki dreginn í sérstakan dilk

Sigurður Ingi var til andsvars og virkaði hálf undrandi í ræðustól. „Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki almennilega á fyrirspurn mannsins,“ sagði ráðherrann. Sagði hann ekki sjá betur en að farið hafi verið eftir lögum og það af „auðmýkt“. Sagði hann að allir nýir stjórnarmenn þyrftu að undirgangast hæfnispróf hjá Fjármálaeftirliti og að hann vissi ekki til þess að Sigurjón hefði verið dreginn í sérstakan dilk hvað það varðar.

Sigurjón mætti síðan aftur í ræðustól og skaut áfram föstum skotum. „Það er nú svo að þegar hæstvirtur ráðherra var inntur eftir því hvers vegna hann hefði nú ekki farið að tilnefningu flokksins þá var nú engin auðmýkt í svörunum. Það var nú einfaldlega: „Ég ræð og það er það sem stendur“,“ sagði Sigurjón.

Ferlið lykti af lítilsvirðingu

Þá sagði hann að það hefði verið betri bragur á því ef að Sigurður Ingi hefði komið hreint fram varðandi það að hunsa tillöguna um hann sem aðalmann og að allt ferlið lyktaði af lítilsvirðingu.

„Er Flokkur fólksins einhver annars flokks stærð hjá hæstvirtum ráðherra?“ spurði Sigurjón.

Sigurður Ingi steig síðan aftur í pontu og sagðist einfaldlega vera ráðvilltur. „ Ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekkert hvert háttvirtur þingmaður er að fara og væri æskilegt, og reyndar mjög gott, ef hann myndi bera upp erindi varðandi aðrar tilnefningar sem ég þekki ekki hvað hann er að vísa til,“ sagði Sigurður Ingi og ítrekað að hann fylgdi lögum í hvívetna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Hide picture