fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Fjasþjóðin

Eyjan
Laugardaginn 3. júní 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjasið er þjóðaríþrótt Íslendinga. Í Íslendingasögum er fjallað um förukonur eða álitsgjafa sem fóru á milli bæja og fjösuðu og slúðruðu. Rekja má  Njálsbrennu óbeint til slíkra áhrifavalda. Danskir embættismenn kvörtuðu undan fjasi og kvörtunarbréfum til konungs á liðnum öldum.

Ég er svo öflugur fjasari að ég skellti mér á ársfund Félags íslenskra fjasara (FAS) sem haldinn var í Breiðfirðingabúð (uppi) á dögunum. Fundarstjóri var Þór Saari fyrrum þingmaður. „Það er reginhneyksli að ég skuli ekki vera þingmaður eða sendiherra,“ sagði hann mæðulega.

Sjálfur stóð ég upp og kvartaði undan Eurovision. „Tónlistarsmekkur Evrópusambandsins er skelfilegur eins og allt annað frá Brüssel. Við fáum engin atkvæði en erum alltaf með besta atriðið.“ Svo fjasaði ég yfir yfirstandandi vætutíð, verðbólgu og ástandi vega.

Jónas Hallgrímsson skáld fjasaði undan pistlahöfundum sem héldu því fram að hann hafi verið drykkfelldur. „Ég var stakur reglumaður,“ sagði Jónas. „Þá sjaldan ég drakk var það alltaf öðrum að kenna.“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjösuðu undan aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í öllum málum. Kvenfélag sósíalista fjasaði yfir brosi Katrínar þegar hún hitti forsætisráðherra Ítalíu á fundi Evrópuráðsins. „Það er hneyksli að hún skuli hafa heilsað þessari konu brosandi með virktum. Hún átti að vera með fýlusvip og leiða hana hjá sér.“

Öflugasti fjasari þjóðarinnar, Björn Leví átti lokaorðið: „Fjasið er hluti af menningararfinum. Ég mun aldrei hætta að fjasa í ráðherrum, samþingmönnum og kjósendum.“ Hann leit yfir salinn og sá að fundarmenn voru á leiðinni út. „Svona er þetta líka í þinginu. Enginn nennir lengur að hlusta á gott fjas. Við verðum að skipta um þjóð í þessu landi.“

Ég fór heim og byrjaði strax að fjasa við konuna mína út af vinstri slagsíðunni á fréttastofu RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Stórauka þarf íþróttakennslu í skólum

Björn Jón skrifar: Stórauka þarf íþróttakennslu í skólum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin
EyjanFastir pennar
01.02.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
31.01.2025

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
EyjanFastir pennar
25.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps
EyjanFastir pennar
25.01.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur