fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Örlítið fleiri vilja frekar hafa Guðrúnu sem dómsmálaráðherra en Jón en flestum er alveg sama

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 13:12

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Maskína gerði skoðanakönnun vegna nýlegra ráðherraskipta í dómsmálaráðuneytinu en þá tók Guðrún Hafsteinsdóttir við embætti dómsmálaráðherra í stað Jóns Gunnarssonar.

Könnunin gefur til kynna að Jón hafi verið umdeildur í starfi. Alls sögðust 34 prósent svarenda ánægðir með störf hans en 38 prósent óánægð. Aðrir sögðust í meðallagi ánægðir.

Væntingar til Guðrúnar virðast ekki miklar. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 42 prósent hafa litlar væntingar til hennar sem dómsmálaráðherra Væntingar 36 prósent voru í meðallagi en 22 prósent höfðu miklar væntingar.

Maskína spurði þátttakendur hvort þeir vildu frekar Jón eða Guðrúnu sem dómsmálaráðherra út kjörtímabilið. Þar hlutu þau svipaðan stuðning, 28 prósent vildu hafa Jón áfram en 29 prósent Guðrúnu. Fjölmennasta hópnum, 44 prósent, er hins vegar alveg sama hvort þeirra er dómsmálaráðherra.

Þegar kemur að ánægju með störf Jóns kemur í ljós að hún er talsvert meiri hjá körlum en konum. Af þeim körlum sem tóku þátt voru 42 prósent ánægðir með störf Jóns en 24 prósent kvenna. Alls voru 43 prósent kvenna óánægðar með störf Jóns en 33 prósent karla. Fleiri konur voru í meðallagi ánægðar með Jón.

Jón nýtur mestrar hylli meðal fólks yfir fimmtugu. Af fólki á aldrinum 50-59 ára voru 50 prósent ánægð með störf hans en 51 prósent fólks 60 ára og eldri. Mest óánægja með Jón var í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, þar voru 18 prósent ánægð með hann en 52 prósent óánægð.

Ekki var áberandi munur á ánægju með Jón eftir búsetu á landinu. Mest óánægja var með störf hans meðal íbúa í Reykjavík og á Austurlandi en þess ber að geta að aðeins 30 íbúar á Austurlandi tóku þátt.

Hvað menntun varðar er ánægjan mest með Jón meðal þeirra sem eiga eingöngu grunnskólapróf að baki, 48 prósent, en 27 prósent voru óánægð. Hlutfall ánægðra meðal þeirra sem eiga framhaldsskólapróf eða iðnmenntun að baki er 38 prósent en óanægjan 29 prósent. Meðal háskólamenntaðra voru 22 prósent ánægð með störf Jóns en 52 prósent óánægð.

Tekjuhá ánægðust með Jón sem er vinsælli meðal stuðningsmanna Miðflokksins en Sjálfstæðisflokksins

Þegar kemur að ánægju með störf Jóns eftir tekjum var hún mest meðal tekjuhæsta hópsins, þeirra sem hafa 1,2 milljónir króna eða meira í tekjur á mánuði, 42 prósent, en 34 prósent þessa hóps voru óánægð með hann. Óánægjan með Jón var mest meðal þeirra sem hafa 400 þúsund krónur eða minna í tekjur á mánuði, 42 prósent, og þeirra sem hafa 1-1,2  milljónir á mánuði, 46 prósent.

Mest ánægja var með störf Jóns meðal þeirra sem segjast myndu kjósa Miðflokkinn, 90 prósent, en næst mest meðal þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 70 prósent. Hann var hins vegar óvinsælastur meðal stuðningsmanna Pírata en 1 prósent þeirra voru ánægð með hann en 77 prósent óánægð

Fleiri konur en karlar vildu skipta Guðrúnu Hafsteinsdóttur út fyrir Jón Gunnarsson, 34 prósent á móti 24 prósent. Yngra fólk er spenntara fyrir Guðrúnu en Jóni en sá aldurshópur er hins vegar fjölmennastur meðal þeirra sem er alveg sama um hvort þeirra er dómsmálaráðherra.

Mun fleiri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vildu frekar hafa Jón áfram, 49 prósent, 19 prósent þeirra vildu fá Guðrúnu í staðinn en 32 prósent var sama. Stuðningsmenn Pírata voru spenntastir fyrir komu Guðrúnar í dómsmálaráðuneytið, 56 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda