fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Mannréttindastjóri Reykjavíkur baðst afsökunar

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 16:00

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og lesendum DV ætti að vera kunnugt var haldinn fundur í Íbúaráði Laugardals 12. júní síðastliðinn sem reyndist vægast sagt umdeildur. Fundurinn var sendur beint út á Youtube rás Reykjavíkurborgar. Vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurborgar sem var viðstaddur fundinn og átti að vera ráðinu til halds og trausts var Facebook-spjalli hans við annan starfsmann borgarinnar varpað á skjámynd af tölvuskjá hans, sem sjá mátti í útsendingunni.

Sjá einnig: Meinleg tæknimistök á fundi íbúaráðs afhjúpuðu baktjaldamakk starfsmanna Reykjavíkurborgar – „Ótrúleg vanvirðing við foreldra“

Af spjalli starfsmannanna tveggja, Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra í verkefninu Hverfið mitt, sem var sá starfsmaður sem var á fundinum og Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, mátti ráða að þau væru ekkert sérstaklega áfjáð um að reynt yrði að svara spurningum á fundinum um stöðu leikskólamála í hverfinu, sem íbúasamtök höfðu lagt fram.

Þau virtust raunar leitast við að stýra allri umræðu á fundinum þótt það væri ekki þeirra hlutverk en starfsmenn Reykjavíkurborgar á fyrst og fremst að vera að aðstoða ráð og nefndir borgarinnar á fundum t.d. með því að rita fundargerðir og veita upplýsingar sem fulltrúar óska eftir.

Aukafundur sem hófst á afsökunarbeiðnum

Efnt var til aukafundar ráðsins í gær og væntanlega hefur uppákoman á fundinum 12. júní haft nokkuð um það að segja. Fundargerðin hefur, þegar þessi orð eru rituð, ekki verið birt á vef Reykjavíkurborgar en fundurinn var sendur út beint á Youtube-rás hennar.

Rannveig Ernudóttir fulltrúi Pírata og formaður ráðsins hóf fundinn á því að biðja meðlimi ráðsins afsökunar á því að fundurinn 12. júní hefði ekki verið felldur niður. Hún gat sjálf ekki verið viðstödd fundinn og í ljósi þess að enginn varaformaður er í ráðinu þarf að kjósa formann á þeim fundum ráðsins sem fastur formaður ráðsins getur ekki verið viðstaddur. Fyrst hún, sem formaður, gat sjálf ekki mætt taldi hún eftir á að hyggja að fella hefði átt fundinn niður.

Hún baðst einnig afsökunar á því að hafa ekki komið því nógu skýrt á framfæri við aðra meðlimi ráðsins að heppilegast væri að fresta þeirri umræðu um leikskólamál sem var á dagskrá fundarins 12. júní. Heppilegra væri að hafa slíka umræðu þegar nær drægi hausti.

Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Anna Kristinsdóttir, stýrir Mannréttinda og lýðræðisskrifstofu borgarinnar. Meðal hlutverka skrifstofunnar er að aðstoða Íbúaráð í borginni við fundahald. Hún var viðstödd fund Íbúaráðs Laugardals í gær og tók til máls eftir að Rannveig hóf fundinn.

Anna bað meðlimi ráðsins afsökunar á framgöngu starfsmannanna tveggja á fundinum 12. júní. Hún sagði framkomu þeirra óboðlega. Mál þeirra væri til meðferðar innan skrifstofunnar og væri í hefðbundnum farvegi starfsmannamála. Anna sagði starfsmenninna hafa gengið gegn öllum samskiptavenjum og ferlum þegar kemur að starfi skrifstofunnar með öllum þeim ráðum og nefndum borgarinnar sem hún aðstoðar.

Hún sagði starfsmennina hafa verið í afleysingum og ekki verið nægilega vel undirbúin fyrir þær venjur sem skrifstofan fylgir í starfi sínu með ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Hlutverk skrifstofunnar væri að aðstoða við undirbúning funda og almennt skrifstofuhald sem snýr að þeim eins og frágangi fundargerða og bókana. Anna áréttaði að hlutverk skrifstofunnar og hennar starfsmanna væri ekki að taka ákvarðanir á fundum þeirra nefnda og ráða sem hún aðstoðar eða stýra umræðum á nokkurn hátt.

Anna bætti því við að starfsmennirnir tveir (Eiríkur og Guðný) muni ekki koma frekar að utanumhaldi um fundi nefnda og ráða. Þetta væri í fyrsta sinn sem gerðar væru athugasemdir við aðkomu starfsmanna skrifstofunnar að fundum ráða og nefnda. Skrifstofan starfaði í þágu allra fulltrúa.

Áréttaði mikilvægi íbúaráða

Íbúaráð í hverfum Reykjavíkurborgar eru samansett af kjörnum fulltrúum í borgarstjórnarkosningum og fulltrúum íbúa. Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar hafa haldið því fram að uppákoman á fundi Íbúaráðs Laugardals 12. júní sé til marks um að íbúaráðin séu gagnslaus og borgaryfirvöld taki ekki mark á þeim.

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var viðstödd fundinn í gær og sagði mikilvægt að íbúaráð virkuðu eins og til var ætlast þegar þeim var komið á. Það hefði verið baráttumál fyrir Pírata að ráðin yrðu alvöru vettvangur samtala, upplýsingagjafar, og ákvarðanatöku. Hún sagði íbúaráðin hugsuð til að efla hverfi borgarinnar og styrkja sambönd þess við stofnanir Reykjavíkurborgar.

Henni finnst það miður ef staðan sé orðin sú að þetta sé ekki upplifun fólks og einnig að fólk upplifi að erfitt sé að fá upplýsingar frá borginni. Það þurfi að finna út hvernig hægt sé að laga það. Alexandra lýsti sig ávallt reiðubúna til að mæta á íbúaráðsfundi ef til umræðu væru mál sem hún gæti veitt svör við. Hún hvatti til að reynt yrði að hafa sem best samstarf milli íbúaráða og Reykjavíkurborgar í framtíðinni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund