fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Kristrún fundaði með forsætisráðherra Noregs – „Það er mikils virði fyrir mig að geta leitað til reynslubolta eins og Jonasar“

Eyjan
Þriðjudaginn 27. júní 2023 13:05

Kristrún fundaði með Jon­as Gahr Støre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fundaði með Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs og for­manni Verka­manna­flokks­ins. Í færslu á Facebook-síðu þingmannsins kemur fram að kollegarnir hafi rætt leiðina frá stjórnarandstöðu og til ríkisstjórnarinnar en miðað við gengi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum undir forystu Kristrúnar bendir allt til þess að hún verði næsti forsætisráðherra landsins.

Kristrún Frostadóttir ásamt Jon­as Gahr Støre

Hvatti Kristrúnu til að halda sínu striki

„Það er mikils virði fyrir mig að geta leitað til reynslubolta eins og Jonasar. Hann var einn af nánustu ráðgjöfum Gro Harlem Brundtland, utanríkisráðherra í ríkisstjórnum Jens Stoltenbergs og hefur nú sjálfur leitt ríkisstjórn síðan árið 2021. Listin við að leiða sósíaldemókratískan flokk er að finna rétt jafnvægi fyrir samfélagið hverju sinni. Á milli þjóðfélagshópa og landshluta til dæmis – en líka jafnvægi á milli breytinga og varðveislu þess sem vel hefur gefist. Í Noregi hefur það tekist vel og Verkamannaflokkurinn verið stærsti flokkurinn á Stórþinginu frá árinu 1927, algjörlega óslitið. Við getum lært af þeim,“ skrifar Kristrún.

Hún segir Jonas hafa hvatt sig til þess að halda sínu striki og tala fyrir raunhæfum leiðum til að bæta kjör, velferð og efnahag venjulegs fólks. „Atvinnu- og auðlindamál voru ofarlega á baugi og sömuleiðis samhengið á milli skatta og velferðar. Norðmenn eru stoltir af norsku leiðinni við nýtingu náttúruauðlinda og við í Samfylkingunni munum án vafa líta til Noregs þegar við setjum af stað nýtt málefnastarf um atvinnu og samgöngur í haust,“ skrifar formaðurinn.

Þetta er þriðji sitjandi forsætisráðherrann sem Kristrún hittir á rúmum mánuði. Í maí fundaði hún með Aksel V. Johannesen, lögmanni Færeyja, sem og  Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn