fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn komin í kosningaham

Eyjan
Föstudaginn 23. júní 2023 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn eru komin í skotgrafir og farin að gera klárt fyrir kosningar sem gætu orðið fyrr en marga grunar, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum dagfarapistli á Hringbraut.

Dagfari segir þingið hafa verið sent í 110 daga sumarfrí þann 9. júní vegna þess að stjórnarflokkarnir gátu ekki náð saman um stór mál sem biðu afgreiðslu. Ágreiningurinn hafi verið svo mikill að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki getað verið í sama herbergi. Því hafi verið afráðið að senda þingið í frí.

Það hafi reynst skammgóður vermir, Tíu dögum síðar, eftir ríkisráðsfundinn þar sem Jón Gunnarsson var settur út úr ríkisstjórn gegn vilja sínum, hafi Bjarni Benediktsson gefið út afgerandi yfirlýsingu um að útlendingamálin væru komin í hreint ófeni og það væri öllum öðrum að kenna en honum og hans flokki sem hefur farið með þau mál samfellt í áratug. Bjarni hafi ekki gengist við þeirri ábyrgð sem hann og flokkur hans beri á þessum augljósa vanda.

Dagfari segir Bjarna hafa verið að tala inn í grasrót Sjálfstæðisflokksins með þessum orðum og telur að þrátt fyrir fylgistap geti flokkurinn rétt úr kútnum með því að setja útlendingaóvild í forgrunn, komi til kosninga á næstunni.

Vinstri grænir tóku sneiðina til sín og mátu stöðuna þannig að Sjálfstæðisflokkurinn væri að koma sér upp vígstöðu til að geta farið fyrirvaralaust í kosningar.

Daginn eftir kastaði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og helsti bandamaður Katrínar Jakobsdóttur, þeirri sprengju að banna hvalveiðar á grundvelli skýrslu um dýravelferð. Þarna hafi flokkurinn hrokkið í gang og hafið afgerandi baráttu gegn hvalveiðum með því að Svandís Svavarsdóttir notaði vald sitt til að grípa inn í. Hér hafi verið um beint svar að ræða við orðum Bjarna Benediktssonar frá deginum áður.

Dagfari segir að spurt sé: Úr því að ágreiningur er svona augljós og illsakir milli VG og Sjálfstæðisflokksins komnar upp á yfirborðið, er þá unnt að halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi áfram að óbreyttu? Það ætti ekki að vera hægt og eðlilegast væri að láta nú staðar numið, rjúfa þing og boða til kosninga. Vitað sé að margir þingmenn og áhrifamenn í báðum flokkum vilji það.

Það séu hins vegar ráðherrarnir sjálfur sem vilji halda áfram. Þeir vilji ekki missa völdin, starfskjörin, ráðherrabílana og þægindin sem fylgja ráðherradómi. Þeir muni reyna að setja deilurnar eitthvað niður til að geta haldið völdum enn um sinn. Límið í ráðherrastólunum sé sterkara en ofurlímið Jötungrip.

Dagfari telur hins vegar að ástandið muni ekki lagast af sjálfu sér. Ró geti færst yfir fram í júlí. En svo fljóti allur vandinn upp og þá muni draga til tíðinda. Ríkisstjórnin hafi engin tök á efnahagsmálunum, verðbólgunni, vaxtaokrinu, orkumálum, loftslagsmálum og löggjöf um vinnumarkaðinn til viðbótar við ágreiningsefnin vegna útlendingamála og hvalveiða.

Í lok árs séu svo lausir kjarasamningar á vinnumarkaði. Þetta ástand sé ekki boðlegt.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“